Frá framkvæmdastjóra og stjórnTíðin hefur verið risjótt en það stoppaði ekki vaska Sprettara að taka þátt í hreinsunardeginum þann 23.04. Eftir mikið hvassviðri var ýmislegt lauslegt á víð og dreif um hverfið. Það er ekki að spyrja að dugnaðinum hjá félagsmönnum því einhverjir höfðu sætt lagi fyrir formlegan hreinsunardag og týnt mikið af rusli sem hætta gat stafað af fyrir hesta og menn. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á hreinsunardeginum sjálfum var hífandi rok og tæpast hundi út sigandi en mæting félagsmanna aldrei betri. Það er mikils virði að finna þessa samkennd félagsmanna þar sem svæðið og nærumhverfi þess varðar okkur öll. Bestu þakkir til allrar sem komu að þessu átaki.
ÖryggissnefndNýstofnuð öryggisnefnd félagsins hefur fundað og sett fram fyrstu drög að úrbótum. Í nefndinni eru félagsmenn sem eru í hesthúsum víðsvegar um svæðið. Félagsmenn geta komið með ábendingar á netfangið:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..Nefndi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og stjórn að úrbótum á svæðinu. Þann 2.maí munu fulltrúar öryggisnefndar fara á fund með aðilum frá öllum hestamannafélögum þar sem öryggismál hestamanna verða rædd og með hvaða hætti er hægt að vinna sameiginlega að auknu öryggi hestamanna.
Páskabingó ÆskulýðsnefndarÆskulýðsnefnd hefur verið einstaklega dugleg að halda allskonar viðburði fyrir yngsta fólkið. Eitt af því var að halda svokallað páskabingó þann 16. apríl í troðfullum veislusal Spetts, Arnarfelli. Það var virkilega gaman að þessu framtaki þar sem ungir sem aldnir tóku virkan þátt í bingó. Seldar voru pizzur og bingóspjöldin runnu út eins og heitar lummur.
Dymbilvikusýning féll niðurÞví miður varð að fella niður Dymbilvikusýningu Spretts sem halda átti þann 17. apríl. Þessi sýning hefur skipað ákveðinn sess hjá Spretturum þar sem félagsmenn sýna afrakstur vinnu vetrarins. Vegna mikilla forfall hesta, tengt þeim umgangspestum sem hafa verið að ganga, var fátt annað í stöðunni en fella niður sýninguna með stuttum fyrirvara.
Þrauta og leikjadagur SpettsÆskulýðsnefnd stóð fyrir þrauta og leikjadegi þann 19. apríl. Þetta var léttur og skemmtilegur dagur þar sem farið var í óhefðbundnar þrautir og leikið sér saman. Börnin mæta í búningum og fara í gegnum þrautabraut á tíma. Allir fengu páskaegg í þátttökuverðlaun og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta tímann í hverjum flokki og flottasta búninginn.
Æskulýðsnefnd hefur staðið sig einstaklega vel í vetur í mjög fjölbreyttu starfi. Þetta er mikilvægt fyrir yngstu kynslóðina, ná tökum á viðfangsefnum og kynnast öðrum börnum í hverfinu á sama reki.
Firmakeppni SpettsVeðurguðirnir voru örlátir við okkur Sprettara á sumardaginn fyrsta þegar firmakeppnin var haldin. Sólin braust fram og ekki dropi úr lofti. Fjölmargir félagsmenn tóku þátt á beinu brautinni og fjöldinn allur að horfa á. Mótið gekk vel og hestakostur góður eins og Spretturum er einum lagið. Farandbikarar sem gefnir eru fyrir efstu sæti eru væntanlega komnir í hillu hjá stoltum félagsmönnum. Án öflugrar firmanefndar væri erfitt að halda mót sem þetta.
Nefndin leggur félaginu til töluverða fjármuni með styrkjum frá fyrirtækjum sem nefndarmenn afla. Við þökkum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn.
Öll úrslit má sjá hér:
http://sprettarar.is/frettir/1764-firmakeppni-spretts-2019-urslitÓgreidd félagsgjöldTöluvert er enn um ógreidd félagsgjöld. Enn og aftur biðlum við til knapa sem eru að nýta sér svæðið að greiða félagsgjöldin. Félagsgjöld eru nausynleg félaginu til að standa straum af föstum kostnaði.
Páskaeggjaleit æskulýðsnefndarÆskulýðsnefnd Spretts stóð fyrir páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðinu á laugardag fyrir páska. Þetta var vel sótt þrátt fyrir veður og enginn fór tómhentur heim.
Rekstarhringur SpettsVaskir Sprettarar hafa ákveðið að taka höndum saman og endurvekja rekstarhring Spretts í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra. Til að allt gangi vel fyrir sig er mikilvægt að menn sýni tillitssemi hver við annan. Nánari upplýsingar gefur nefndin sem hefur sett upp hóp á facebook þar sem menn geta skráð sig á tíma til rekstar.
http://sprettarar.is/frettir/1765-rekstarhringur-sprettsOpnar og skemmdar rúllur á rúllusvæðiEr nokkur að gleyma að henda ónýtum og opnum rúllum á rúllusvæði ? Það eru þarna nokkrar illa frágengnar og gataðar rúllur sem á eftir að farga. Þeir sem eiga hlut að máli eru vinsamlegast beðnir að taka rúllur af svæðinu og farga.
Dagur íslenska hestsinsÞann 01. maí er haldinn hátíðlegur dagur íslenska hestsins um allt land. Sprettur hefur sett upp dagskrá að skemmtilegum degi í samvinnu við Landbúnarháskólann á Bifröst. Við hverjum alla, Sprettara og aðra að renna við í Samskipahöllinni þann 01.maí frá kl. 10-15 og njóta þeirrar dagskrár sem boðið verður uppá. Nánar má sjá um þennan viðburð á heimasíðu félagsins.
http://sprettarar.is/frettir/1769-dagur-islenska-hestsins-1-mai-2
Kirkjureið 5. maíHin árlega kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu verður næstkomandi sunnudag, 5. maí. Riðið verður að Seljakirkju, þar sem tekið verður á móti hestum í trygga rétt og gæslu. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar, Brokkkórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar sem jafnframt annast undirleik.
Að lokinni guðsþjónustunni verður veglegt kirkjukaffi að vanda. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 12:30 og riðið um Heimsenda þar sem hópar sameinast.
Kirkjureiðin er ætluð fyrir alla fjölskylduna.
http://sprettarar.is/frettir/1768-arleg-kirkjureidh-i-seljakirkju-nk-sunnudagBeitarhólfNú þegar sól hækkar á lofti er gott að koma hrossunum okkar í útiveru yfir daginn, við erum svo lánsöm að hafa góð græn svæði til umráða hjá okkur hér í Spretti. Eitt þeirra er Básaskarð, annað er við gamla Andvaravöllinn, og þriðja svæðið er austan við Samskipahöll. Hólf á þessum svæðum eru ætluð til útiveru hrossa okkar yfir daginn. (Ekki er leyfilegt að hafa hross í hólfunum yfir nótt)
Áætlað er að bera áburð á hólfin á næstu dögum svo við getum ekki hafið notkun á hólfunum alveg strax. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að leigja sér beitarhólf á þessum svæðum er bent hafa samband við Magnús framkvæmdarstjóra á tölvupósti
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8933600 Nauðsynlegt er að fram komi fullt nafn, kennitala og húsnúmer hesthús.
http://sprettarar.is/frettir/1770-umsoknir-um-beitarholf-sumaridh-2019
ATH! Óheimilt er að setja upp beitarhólf á svæði Spretts nema í samráði við framkvæmdastjóra.Íþróttamót SprettsÍþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 16.-19.maí. Skráning stendur yfir til miðnættis sunnudaginn 12.maí. Allar skráningar fara í gegnum Sportfeng. Þessi mót hafa verið vel sótt undanfarin ár. Nú er að ganga í garð tími mótahalds utandyra og margir spenntir að sjá hvað býr í hrossum á hringvellinu. Allar frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu okkar.
http://sprettarar.is/frettir/1766-opidh-ithrottamot-spretts-2019Gæðingamót SprettsHelgina 1. og 2. júní er Gæðingamót Spretts haldið. Gera má ráð fyrir mörgum gæðingnum þar í braut enda hestakostur Sprettar með eindæmum góður.
Kynbótasýningar Spetts.
Tvær vikur eru áætlaðar í kynbótasýningar á félagssvæði Spretts á vegum RML. Fyrri vikan er 3.-7. júní sem endar með yfirlit allra hrossa þann 7. júní og sú seinni vikuna 10. til 14. júní sem endar einnig með yfirliti síðasta daginn. Þessar kynbótasýningar hafa alla jafna verið vel sóttar af hestum og mönnum og verður gaman að fylgjast með hvaða stórstjörnur koma fram í ár.
Opinn viðtalstími framkvæmdastjóraVið minnum á opinn tíma framkvæmdastjóra sem auglýstur var í fyrri fréttabréfum en Magnús Benediktsson tekur á móti gestum og gangandi á mánudögum og miðvikudögum frá k. 9-11. Magnús sér einnig um lykla að reiðhöllum. Sú nýbreyting sem farið var í um áramót að setja lyklakerfið upp með nýjum hætti hefur gefist vel. Hægt er einnig að leggja inn fyrirspurnir í gengum netfangið:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.