Ákveðið hefur verið að setja upp rekstarhring í Spretti.
Margar hendur vinna létt verk og nú leitum við til ykkar Sprettara að koma og hjálpasta að við að setja niður staura og strekkja bönd svo hægt sé að fara að reka.Við ætlum að hittast á fimmtudag 2.maí kl 18:00 við Samskipahöllina og skipta með okkur verkum.
Rekstarhringurinn er fyrir skuldlausa félagsmenn Spretts.
Rekið verður hringinn í kringum gamla vallarsvæðið á Kjóavöllum.
Þeir sem reka vestan megin frá í hverfinu reka úr stóragerðinu vestan við húsið hjá Ævari Erni.
Þeir sem reka austan megin fráí hverfinu reka frá beitarhólfi 28. með hlíðinni og inn á hringinn í kringum gamla vallarsvæðið.
Þeir sem ætla sér að nota þessa frábæru viðbót við þjáfun þurfa að sækja um aðgang í hóp á Facebook.
Þar verður hægt að óska eftir tímum og láta vita hvernær fólk vill reka svo fólk geti sameinast og hjálpast að.
Virka daga má reka milli kl 6 og 10 á morgnanna einnig um helgar.
Ekki er leyfilegt að reka stóðhesta.
Hámark í hverjum hóp eru 15 hross.
Hrossin eru á ábyrgð þess sem ákveður að fara með þau í rekstur.
Hér er tengill á hópinn á Facebook.
Þar sem sjá má reglur varðandi rekstarfyrirkomulag og umgegni á hringnum.
https://www.facebook.com/groups/839094933112998/?ref=br_tf&epa=SEARCH_BOX
Nefndin