Miðvikudaginn 27.apríl kl.20:00 mun Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi, halda rafrænan fyrirlestur um magasár í hrossum, lokaverkefnið sitt og rannsóknina sem hún gerði. Úndína er að læra dýralækningar í Kaupmannahöfn og er á loka metrunum. Fyrirlesturinn fer fram á zoom og er ókeypis fyrir alla Sprettsfélaga. Fyrirlesturinn er í boði Hamarsey hrossaræktar og kunnum við þeim bestu
Vinsælu hestamennsku námskeiðin í Spretti fyrir börn og unglinga halda áfram í maí og munu nú fara fram utandyra. Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir. Kennsla fer fram á miðvikudögum, milli kl.16-19 (fer eftir fjölda skráninga) og hefst 4.maí til 25.maí, samtals 4 skipti. Hver tími er 40mín. Hér þurfa nemendur að vera með sinn eigin hest. Aðaláherslan hér verða reiðtúrar
Anton Páll verður með einkatíma þriðjudaginn 17.maí og þriðjudaginn 24.maí í Samskipahöllinni í hólfi 3. Samtals tveir einkatímar á mann. Ætlast er til að sami aðili mæti í báða tímana. Tímarnir eru í boði á milli kl.8:15-16:00, kennt er í 45mín einkatímum. Verð er 31.500kr.Hér er hlekkur á skráningu; https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODgzNw==?
Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á tveggja manna tíma sem fara fram bæði inni og úti, kennt verður til skiptis inni og úti, kennsla inni fer fram í Samskipahöllinni í hólfi 3. Vilfríður mun ríða með nemendum sínum úti og aðstoða þá við þjálfun hrossa sinna úti í reiðtúr. Frábært námskeið fyrir þá sem vilja gjarnan fá aðstoð með hestinn sinn i
Hér að neðan eru námskeiðin sem í boði eru fyrir Sprettara veturinn 2020. Frekari upplýsingar um námskeiðin má sjá í lýsingunni. Fylgist með fréttum af námskeiðshaldi og skráningu, en fréttirnar birstast hér til vinstri.
Listi yfir námskeiðin: