Vinsælu hestamennsku námskeiðin í Spretti fyrir börn og unglinga halda áfram í maí og munu nú fara fram utandyra. Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir. Kennsla fer fram á miðvikudögum, milli kl.16-19 (fer eftir fjölda skráninga) og hefst
4.maí til 25.maí, samtals 4 skipti. Hver tími er 40mín. Hér þurfa nemendur að vera með sinn eigin hest. Aðaláherslan hér verða reiðtúrar og þjálfun utandyra. Hvernig á að þjálfa hest í reiðtúr - hvað ber að varast - hvað er hægt að gera og hvernig. Einnig verða kynntar hringteymingar og þjálfun í reiðgerðum. Kennsla fer fram utandyra á reiðvegum og í reiðgerðum, eingöngu 4 í hverjum hóp.
Lágmarksaldur er 8 ára og miðað er við að nemendur geti stýrt sínum hesti sjálf (ekki teymt) á feti og brokki/tölti bæði inni og úti og þau séu eitthvað vön að fara í reiðtúra. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu. Verð er 15.000kr. Hægt er nýta frístundastyrkinn.
Hér er hlekkur á skráningu;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODgzOA==?