Hér má finna lýsingar á all flestum námskeiðum sem boðið verður uppá hjá Spretti í vetur, númerin sem standa fyrir framan hvert og eitt standa svo einnig á stundaskránni og þannig getur fólk fundið út á hvaða dögum hvert námseið er kennt og hvar.
Ýmsar upplýsngar eiga eftir að bætast við varðandi sum námskeiðin.
Öll dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
1. Knapamerkin: stigi 1-5. Stigskipt nám sem stuðlar að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennskunni. Nemandinn er leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Lagður er grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni, hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni Helstu markmið knapamerkjanna er að bæta samspil og velferð knapa og hests.
Knapamerkin skiptast í fimm stig, ljúka þarf bæði verklegu og bóklegu prófi á hverju stigi fyrir sig til áframhaldandi náms. Nánari upplýsingar um hvert stig má finna á www.knapamerki.is undir kaflanum próf þar má sjá lýsingu á bæði bóklega og verklega hluta námsins. Kennarar verða á stigi 1 og 2 Ragnheiður Samúelsdóttir á stigi 3-5 Þórdís Anna GylfadóttirTímafjöldi í verklegum knapamerkjum:
Knapamerki 3 - 20 tímar í kennslu, 2 tímar í lokaprófið sjálft. Samtals 22 tímar. Byrjar í 4.viku ársins 2015 til og með 13.viku ársins 2015.
Knapamerki 4. 28 tímar.
Knapamerki 5. 34 tímar í kennslu, 1 tími í lokaprófið. Samtals 35 tímar. Byrjar í 4 viku 2015.
2. Hestamennska fyrir börn á aldrinum 6-13 ára kennarar Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir Þegar hafið.
3. Fiminámskeið Fræðslunefnd Spretts hefur ákveðið að bjóða uppá skemmtilegt námskeið í nóv-des 2014 ef næg þátttaka næst, lágmark eru 4 þáttakendur.
Frábær leið til þess að hefja vetrarþjálfunina. Farið verður í grunnatriði þjálfunar, s.s. að hesturinn sé rólegur og spennulaus, farið verður í gegnum fimiæfingar við hæfi hvers og eins, farið verður yfir líkamsbeitingu hests og knapa, ásetu og ábendingar.
Mikil fræðsla, bæði bóklegt og verklegt.
Kennt verður í 2ja manna hópum, í 45mín, 6 skipti verklegt og 2 skipti bóklegt.
Kennt verður tvisvar í viku, á mánudags- og fimmtudagskvöldum í reiðhöll Spretts.
Hefst mánudaginn 17.nóvember og klárast fimmtudaginn 11.desember. Kennt verður kl 19-22.
Verð 25.000kr,
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur m.a. kennt við skólann síðastliðin þrjú ár.
Skráning fer fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/ Síðasti skráningar dagur er 15.nóvember
4. Frumtamningar námskeið: Kennari Robbi Pet þegar hafið. Kennt er í gömlu reiðhöllinni Hattarvöllum, 3 kvöld í viku, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
5. Para/vina tímar hjá reiðkennurum: Þar sem tveir knapar eru í hverri kennslustund 50 mín. í senn og unnið með áhersluatriði hvers og eins. Nokkrir kennarar bjóða upp á kennslu með þessu fyrirkomulagi í vetur má þar nefna, Robba Pet, Rúnu Einarsdóttur og Þorvald Árna Þorvaldsson ekki ólíklegt að fleiri kennarar bætist við hópinn. Hvert námskeið telur 6 skipti. Verð pr einstakling 30.000.
6. Gangsettningar unghrossa / framhaldstamning, sjálfstætt framhald af frumtamningar námskeiðinu. reiðkennari Robbi Pet. 30.000
7. Keppnisnámskeið fyrir Konur: Ætlað konum sem hafa hug á að taka þátt í ýmsum mótum, lokamarkmiðið verður Kvennatölt Spretts. Kennt verður fjórar saman í hóp í sex skipti. Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir. 15.000
8. Unglinganámskeið 13-17 ára: Ætlað vönum krökkum sem vilja fá almennar og góðar leiðbeiningar með hestinn sinnn. Komið til móts við þá unglinga sem eru ekki í Knapamerkjunum. Fjögur saman í hóp í sex skipti. Kennari Ragnheiður Samúlesdóttir. 10.500
9. Sirkusnámskeið eða smelluþjálfun The seven games : Eitthvað sem hefur verið að ryðja sér til rúms í þjálfun. Á þessu námskeiði er hesturinn þjálfaður með hljóðmerkjum. Nýtist vel í allri þjálfun og hægt að kenna hrossunum ótrúlegustu hluti. Þetta námskeið hefur verið vel sótt síðastliðin tvö ár. Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með þetta klikker námskeið eða smellunámskeið þar sem þú mætir með hestinn þinn. Þú getur kennt þínum hesti hvað sem er með þessari aðferð. Hestar eru greind dýr, þeir eru fúsir til að læra og fúsir til að þóknast. Til að búa til þessa galdra notum við litla plast smellu. Smellan gerir áberandi hljóð þegar smellt er. Hún segir hestinum þínum : já þetta er það sem ég vil að þú gerir. Það lofar honum verðlaun fyrir vel unnin störf. Smelllan virkar eins og að smella á myndavél, nákvæmlega á þeirri stundu sem hesturinn hefur gert það sem þú villt. Hvað er hægt að kenna með klikker? Allt sem þú villt. Hestar eru aldrei of ungir né gamlir til að læra smelluþjálfun. Allir geta búið til klikker Super Star. 6 tímar 15.000kr fyrir fullorðna 10.500kr fyrir unglinga
10. Hressir heldri borgarar: Námskeið fyrir heldri félagana okkar. Sniðið að þörfum knapa og hests. Og er markmiðið að fá betri hest og ánægðari knapa. Er jafnframt frábær félagskapur fyrir heldri menn og konur. Kennari verður Sigrún Sigurðardóttir. Fjórir saman í hóp sex tímar 15.000
11. Þor og styrkur: Fyrir fólk sem vill efla kjarkinn, er að byrja aftur eftir hlé eða er með nýjan hest sem það vill fá aðstoð með fyrstu skrefin. Kennari er Sigrún Sigurðardóttir. Fjórir saman í hóp sex tíma. 15.000
12. Almennt reiðnámskeið ætlað fyrir hinn almenna útreiðarmann kennari Erling Sigurðsson sem aðstoðar til við að gera hestinn enn betri. Fjórir saman í hóp, 6 skipti, kennt verður tvisvar í viku, 15.000
13. Polla námskeið: Fyrir þau allra yngstu sem eru að stíga sín fyrstu skref i hestamennskunni. Kennari Þórdís Gylfadóttir. 4-5 saman í hóp sex tímar. 7000
14. Hestamennska II : Sjálfstætt framhald af hinu vinsæla hestamennsku námskeiði fyrir börn og unglinga 6-13 ára fyrr í vetur. Nú er gerð krafa um að börnin mæti með sinn eiginn hest og séu fær um að ríða og stjórna sínum hesti sjálf. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti. Kennsla hefst 19. Janúar 2015. Í boði eru tímar á mánudögum og miðvikudögum. Reiðkennarar munu skipta hópnum upp eftir aldri og getu hvers og eins. Tveir þaulreyndir reiðkennarar verða við kennslu í hverjum tíma. Mjög fjölbreytt námskeið þar sem farið verður m.a. yfir ásetu, ábendingar, fimiæfingar, hindrunarstökk, útreiðar auk þess sem boðið verður upp á sýnikennslur. Reiðkennarar eru Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir.
15. Trek námskeið: Þrautarbrautar keppni þar sem reynir á samspil og samvinnu knapa og hests. Skerpir á leiðtogahlutverkinu, trausti og virðingu. Þetta er keppni eða leikur þar sem allir geta tekið þátt, ungir sem aldnir og mestu máli skiptir að vera með þjálan og lipran hest. 14 þrautir sem þarf að leysa eða fara í gegnum. Fjórir saman í hóp í átta skipti. Kennari Erla Guðný Gylfadóttir. 14.000 fyrir börn og unglinga 20.000 fyrir fullorðna
16.Tekið til kostanna, Sprettarar læra að leggja á skeið, kennari verður Erling Sigurðsson. Væntanlegt lok í mars nánar auglýst þegar nær dregur.
17. Keppnis námskeið fyrir börn og unglinga verða síðan með vorinu. Kennarar þar verða Erla Guðnú og Ragnheiður Samúlesd. Nánar auglýst síðar.
18. Þula námskeið: Ætlað fyrir þá sem hafa áhuga á að þula á mótum en ekki síður fyrir þá sem hafa komið að störfum þular á mótum. Kennari verður einn reyndasti þulur landsins til margra ára Sigrún Sigurðardóttir. Farið verður yfir störf þular og hnykkt á ýmsum málum varðandi starfið. Nánari lýsing og tímasetning auglýst síðar.
Fræðslunefnd Spretts