Föstudaginn 8.júlí ætlar hmf Sprettur að bjóða félagsmönnum sem eru á Landsmóti hestamanna á Hellu í grillveislu kl 17:30-18:30. Boðið verður uppá hamborgara. Stefnt er á að vera á hjólhýsastæði Spretts, röð 1, stæði 1028. Sprettsfáni verður á svæðinu. Vonumst til þess að sjá sem flesta Sprettara.
Nánar »Smá tilkynning frá LM2022 vegna hópreiðarKæru félagar.Þá fer að líða að setningarathöfn Landsmóts 2022 á Hellu.Hópreiðin er stór partur af setningarathöfninni og verður gaman sjá alla þá þátttakendur sem mæta í félagsbúningum eða prúðbúnir með sínum Hestamannafélögum. Það er ótakmarkaður fjöldi frá hverju félagi, þar sem hópreiðin fer fram á stóravellinu þá er nægt pláss fyrir alla. Það er hu
Nánar »Nú er forkeppni lokið í öllum flokkum og milliriðlar í barna og unglingaflokkum fóru fram í dag. Sprettarar standa sig frábærlega á mótinu. Í öllum flokkum eru gríðarlega sterkir hestar og knapar og í raun mikill sigur að komast meða 30 efstu hvað þá í úrslit. í dag fóru fram milliriðlar í barna og unglingaflokkum og munu Sprettarar setja sterkan svip á A og B úrslit í sínum flokkum. Í b
Nánar »Þriðjudaginn 28.júní kl 18:00 verða knapagjafir Landsmótsfara afhentar í veislusal Spretts. Við vitum að fyrirvarinn á þessum fundi er stuttur en ástæðan er að við höfum verið að bíða eftir því að fá allar vörurnar til okkar og loks er þetta allt að smella saman. Við hvetjum alla fulltrúa Spretts til þess að koma og taka við sinni gjöf frá Spretti. Börn, unglingar og ungmenni fá hesta
Nánar »Þrír Sprettarar eru í U21 Landsliðhópnum sem valinn til þess að fara á Norðurlandamótið í ágúst. Þau sem voru valin eru Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Kristófer Darri Sigurðsson. Norðurlandamótið verður haldið í Álandseyjum í Finnlandi dagana 9. til 14. ágúst nk. Vel gert og til hamingju öll. https://www.lhhestar.is/is/frettir/knapar-i-yngri-flokkum-a-nordurlan
Nánar »Sprettur hefur útvegað þátttakendum í yngri flokkum hesthúsapláss að Neðra-Seli í Holta- og Landsveit, staðsett um 15km frá mótssvæðinu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á fraedslunefnd@sprettarar.is sem fyrst, en ekki síðar en 20.júní, ef þið óskið eftir hesthúsaplássi svo við getum sett niður nánara skipulag og reynt að koma öllum keppendum í yngri flokkum fyrir 🙂 Reynt verður eftir fremsta megni
Nánar »Þriðjudaginn 21.júní kl.16:00 verður farið í skoðunarferð á landsmótssvæðið á Hellu með yngri flokkum Spretts. Mótssvæðið verður skoðað, Íþróttamaður Spretts Jóhann Kr. Ragnarsson mun hitta hópinn og sýna eitt prógramm á vellinum ásamt því að spjalla stuttlega við hópinn. Á heimleiðinni verður stoppað í kvöldmat. Farið verður með rútu. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina eigi síðar en mánudag
Nánar »Sprettur biður þá knapa sem eiga sæti á Landsmóti að senda inn staðfestinu á þátttöku sinni á Landsmóti. Í póstinum þarf að koma fram IS nr hests, KT knapa, upp á hvora hönd viðkomandi par vill ríða í forkeppni. Þessar upplýsingar þarf að senda á sprettur@sprettarar.is fyrir 18.júní.
Nánar »Það eru 426 gestir í heimsókn