Lið KIDKA er skipað hestamönnum úr Húnaþingi vestra sem öll eru félagar í Hestamannafélaginu Þyt. KIDKA er framleiðslufyrirtæki fyrir prjónavörur og framleiðir sína eigin vörulínu úr íslenskri ull. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi. Vörurnar frá KIDKA er að finna í verslunum um land allt. Verksmiðjan er staðsett á Hvammstanga. KIDKA framleiðir talsvert af vörum fyrir hesta og hestamenn. Ullarábreiður fyrir hesta með og án hálskraga, undirdýnur undir hnakka og hnakkahlífar. Að ógleymdum peysum, húfum og fleira sem nýtist íslenskum hestamönnum. Eigendur fyrirtækisins eru Irina Kamp og Kristinn Karlsson. www.kidka.com.
Sverrir Sigurðsson
Aldur: 61
Starf: Sjálfstætt starfandi
Hestamannafélag: Þytur
Kolbrún Grétarsdóttir
Aldur: 52
Starf: Ferðaþjónustubóndi
Hestamannafélag: Þytur/Snæfellingur
Jóhann Albertsson
Aldur: 63
Starf: Ferðaþjónustubóndi
Hestamannafélag: Þytur
Pálmi Geir Ríkharðsson
Aldur: 56
Starf: Grunnskólakennari/Bóndi
Hestamannafélag: Þytur
Halldór P. Sigurðsson
Aldur: 67
Starf: Húsasmíðameistari
Hestamannafélag: Þytur
Hörður Óli Sæmundarson
Þjálfari