Í kvöld verður hrikalega spennandi keppni í Samskipahöllinni í Spretti í nýrri keppnisgrein sem kölluð er Treck. Keppendur Áhugamannadeildar Spretts hafa lagt mikið á sig við æfingar ásamt dómurum og starfsfólki deildarinnar. Hér er verið að vinna frumkvöðlastarf í hestaíþróttinni og því verður mjög spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Við hvetjum allt áhugafólk um hestamennsku til að mæta á pallana í Spretti til að hvetja keppendur og liðin. Aðgangur er frír.
Húsið opnar kl. 18:00 og keppni hefst kl. 19:00.
Í kvöld verður boðið uppá glæsilegt hlaðborð með ljúffengu lasagna og mexikósúpu en auk þess er hægt að kaupa pizzur og allar fljótandi veitingar ásamt einhverju sætu.
Við minnum svo á fésbókarsíðuna og snapchat deildarinnar. Endilega smellið like á viðburðin og bætið svo Áhugamannadeildinni sem vini á snappinu. Nú er deildin líka komin á Instagram þannig við hvetjum áhorfendur til að taka myndir og setja á #ahugamannadeild #ahugamannadeildin #sprettur #gluggarogglerdeildin
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Hér má sjá ráslistann
Allir að mæta í kvöld kl. 19 - Víkings Treck keppni í Gluggar og Gler deildinni.