893 3600
ahugamannadeild@sprettarar.is
Fyrsta mót Equsana mótaraðarinnar í Áhugamannadeild Spretts fór fram fimmtudaginn 3. febrúar. Keppt var í fjórgangi og var styrktaraðili kvöldsins Smyril Line.
Mótið gekk vel fyrir sig og var mikið um mjög góðar sýningar. Það var greinilegt að keppendur höfðu undirbúið sig vel fyrir mótið.
Við gátum loks haft áhorfendur og var gaman að sjá fólk á áhorfendabekkjum Samskipahallarinnar. Fyrir þá sem ekki komust var einnig streymi á Alendis og þökkum við þeim, lýsendum og viðmælendum fyrir samstarfið. Þá þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur við að halda mótið.
Keppnin hefur sjaldan verið jafn hörð og börðust keppendur allt til loka. Eftir forkeppni stóð efst Gunnhildur Sveinbjarnardóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með einkunnina 7,03. Rétt á eftir henni komu þær Edda Hrund og Aðgát frá Víðivöllum Fremri, með einkunnina 6,97 og Vilborg Smáradóttir og Sigur frá Stóra-Vatnsskarði með 6,87.
Eftir brokkið úrslitum tók Edda Hrund forustuna og náði að halda henni út öll úrslitin með einkunnina 7,17. Á eftir henni kom svo Gunnhildur með einkunnina 7,10 og þriðja var Vilborg Smáradóttir með einkunnina 7,00.
Í liðakeppni var það lið Heimahaga sem stóð efst eftir fyrsta keppniskvöldið en tveir meðlimir úr liðinu voru í úrslitum, þau Ríkharður Flemming Jensen á Ás frá Traðarlandi, sem endaði sjöundi, og Edda Hrund.
Við þökkum keppendum fyrir kvöldið sem og dómurunum sem stóðu sig með prýði. Við minnum á næsta mót í Equsana deildinni sem verður fimmtudaginn 17. febrúar nk. en þá verður Málningar fimmgangurinn.
Hér að neðan eru allar niðurstöður kvöldsins, forkeppni, úrslit og liðakeppni.
Forkeppni
1 Gunnhildur Sveinbjarnardó Elva frá Auðsholtshjáleigu Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Fákur 7,03
2 Edda Hrund Hinriksdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,97
3 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði Rauður/milli-skjótt Sindri 6,87
4 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,77
5 Ríkharður Flemming Jensen Ás frá Traðarlandi Brúnn/dökk/sv.einlitt Sprettur 6,60
6 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum Brúnn/milli-einlitt Geysir 6,57
7-8 Sandra Steinþórsdóttir Tíbrá frá Bár Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,50
7-8 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,50
9 Sævar Örn Eggertsson Selja frá Gljúfurárholti Jarpur/korg-einlitt Borgfirðingur 6,43
10-11 Guðrún Sylvía Pétursdóttir Ási frá Þingholti Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Fákur 6,40
10-11 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Rauður/dökk/dr.einlitt Þytur 6,40
12 Sylvía Sól Magnúsdóttir Reina frá Hestabrekku Brúnn/milli-einlitt Brimfaxi 6,37
13 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu Brúnn/milli-einlitt Sprettur 6,20
14 Sigurbjörn Viktorsson Eygló frá Leirulæk Brúnn/gló-einlitt Fákur 6,17
15 Viggó Sigurðsson Fannar frá Blönduósi Brúnn/milli-skjótt Fákur 6,07
16-17 Petra Björk Mogensen Polka frá Tvennu Rauður/milli-blesótt Sprettur 6,03
16-17 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,03
18 Anna Kristín Kristinsdóttir Styrkur frá Stokkhólma Bleikur/álóttureinlitt Sprettur 5,97
19-20 Svanhildur Hall Krafla frá Holtsmúla 1 Brúnn/milli-einlitt Geysir 5,90
19-20 Sanne Van Hezel Sóldís frá Fornusöndum Brúnn/milli-blesótt Sindri 5,90
21-22 Guðmundur Jónsson Fannar frá Hólum Brúnn/milli-einlitt Fákur 5,83
21-22 Þórdís Sigurðardóttir Gljái frá Austurkoti Rauður/milli-einlitt Sleipnir 5,83
23-24 Gunnar Már Þórðarson Júpíter frá Votumýri 2 Rauður/ljós-einlittglófext Sprettur 5,80
23-24 Darri Gunnarsson Draumur frá Breiðstöðum Brúnn/gló-einlitt Sörli 5,80
25-26 Elísabet Gísladóttir Hrund frá Hrafnsholti Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 5,77
25-26 Magnús Ólason Lukka frá Eyrarbakka Rauður/milli-leistar(eingöngu) Sleipnir 5,77
27 Patricia Ladina Hobi Hljómur frá Hofsstöðum Grár/brúnneinlitt Brimfaxi 5,73
28 Sigurður Halldórsson Radíus frá Hofsstöðum Brúnn/milli-stjörnótt Sprettur 5,70
29-30 Jón Ó Guðmundsson Happadís frá Draflastöðum Brúnn/milli-einlitt Sprettur 5,63
29-30 Svandís Beta Kjartansdóttir Blæja frá Reykjavík Brúnn/milli-skjótt Fákur 5,63
31 Páll Bjarki Pálsson Knútur frá Selfossi Rauður/milli-tvístjörnóttglófext Fákur 5,60
32 Gunnar Sturluson Harpa frá Hrísdal Rauður/milli-skjótt Snæfellingur 5,57
33-34 Jóna Margrét Ragnarsdóttir Dímon frá Laugarbökkum Jarpur/milli-einlitt Fákur 5,53
33-34 Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri Brúnn/mó-tvístjörnótt Sleipnir 5,53
35-36 Bryndís Arnarsdóttir Tvistur frá Efra-Seli Brúnn/milli-tvístjörnótt Sörli 5,50
35-36 Högni Sturluson Sjarmi frá Höfnum Rauður/milli-blesótt Máni 5,50
37 Björg María Þórsdóttir Styggð frá Hægindi Brúnn/milli-einlitt Borgfirðingur 5,47
38-39 Halldór P. Sigurðsson Rökkvi frá Gröf Jarpur/milli-einlitt Þytur 5,40
38-39 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Nína frá Áslandi Brúnn/milli-einlitt Sörli 5,40
40 Hermann Arason Krummi frá Höfðabakka Brúnn/milli-einlitt Sprettur 5,37
41 Þorvarður Friðbjörnsson Játning frá Fornusöndum Brúnn/milli-einlitt Fákur 5,20
42 Valdimar Ómarsson Afródíta frá Álfhólum Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Sprettur 5,13
43 Jónas Már Hreggviðsson Kolbeinn frá Hrafnsholti Brúnn/dökk/sv.stjörnótt Sleipnir 5,03
44 Sverrir Einarsson Kraftur frá Votmúla 2 Rauður/milli-einlitt Sprettur 4,13
45 Karl Áki Sigurðsson Snót frá Laugardælum Rauður/milli-einlitt Sleipnir 3,97
A úrslit
1 Edda Hrund Hinriksdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt Fákur 7,17
2 Gunnhildur Sveinbjarnardó Elva frá Auðsholtshjáleigu Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Fákur 7,10
3 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði Rauður/milli-skjótt Sindri 7,00
4 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Brúnn/milli-einlitt Sörli 6,87
5 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,80
6 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum Brúnn/milli-einlitt Geysir 6,73
7 Ríkharður Flemming Jensen Ás frá Traðarlandi Brúnn/dökk/sv.einlitt Sprettur 6,67
8 Sandra Steinþórsdóttir Tíbrá frá Bár Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,27
Úrslit liðakeppninnar eftir fyrsta mótið
1 Heimahagi 116
2 Vagnar og þjónusta 91
3 Ganghestar 86
4 Kingsland 83
5 Kidka 72.5
6 Stjörnublikk 71.5
7 Tölthestar 67
8 Voot beita 63.5
9 Hrafnsholt 61.5
10 Pure North 60
11 Límtré/Vírnet 58
12 Hvolpasveitin 57.5
13 Fleygur/Hrísdalur 53.5
13 Smiðjan Brugghús 53.5
15 Trausti fasteignasala 40.5