893 3600
ahugamannadeild@sprettarar.is
Fyrsta mót Equsana mótaraðarinnar í Áhugamannadeild Spretts 2021 fór fram fimmtudaginn 4. febrúar.
Keppt var í fjórgangi og styrktaraðili kvöldsins var Smyril Line.
Mótið gekk vel fyrir sig, margar reglulega góðar sýningar og greinilegt að keppendur mæta vel undirbúnir til leiks.
Mótið var frábrugðið mótum síðustu ára að því leyti að áhorfendabekkir í Samskipahöllinni voru tómir.
Við söknum áhorfendanna og stemmingarinnar sem þeim fylgja mikið.
En við vorum heppin að fá Alendis TV til samstarfs við okkur, þau sáu um að streyma viðburðinum til áhorfenda heima í stofu.
Við þökkum Alendis TV fyrir samstarfið á þessu móti.
Keppnin var hörð og nokkuð jöfn en eftir úrslitin var það Saga Steinþórsdóttir og Mói frá Álfhólum sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Þau voru ríkjandi sigurvegarar en þetta var í heildina fjórða skiptið sem þau sigra þessa grein í Áhugamannadeildinni.
Svo sannarlega glæsilegur árangur! Jóhann Ólafsson og Brúney frá Grafarkoti enduðu í örðu sæti og Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Kóngur frá Korpu og Elín Árnadóttir og Blær frá Prestsbakka jafnar í 3-4. sæti.
Í liðakeppninni var það lið Heimahaga sem stóð efst eftir fyrsta keppniskvöldið en tveir meðlimir úr liði Heimahaga voru í úrslitum, þau Jóhann Ólafsson og Edda Hrund Hinriksdóttir.
Við þökkum keppendum fyrir kvöldið sem og dómurum sem stóðu sig með prýði.
Við minnum á næsta mót í Equsana deildinni sem verður fimmtudaginn 18. febrúar en þá verður Byko fimmgangurinn.
Hér má sjá svipmyndir frá kvöldinu https://www.facebook.com/media/set/?vanity=sprettarar&set=a.1748878908617008
Hér að neðan eru allar niðurstöður kvöldsins, forkeppni, úrslit og liðakeppni.
Forkeppni
1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 6,87 Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri
2 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 6,83 Heimahagi
3 Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum 6,63 Heimahagi
4-6 Kristín Ingólfsdóttir / Ásvar frá Hamrahóli 6,57 Vagnar og þjónusta
4-6 Elín Árnadóttir / Blær frá Prestsbakka 6,57 Stjörnublikk
4-6 Kolbrún Grétarsdóttir / Jaðrakan frá Hellnafelli 6,57 Lið Sverris
7-8 Sævar Örn Eggertsson / Selja frá Gljúfurárholti 6,50 Tölthestar
7-8 Gunnhildur Sveinbjarnardó / Kóngur frá Korpu 6,50 Zo-on
9 Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum 6,47 Stjörnublikk
10 Ólöf Helga Hilmarsdóttir / Katla frá Mörk 6,43 Fákafar-Flekkudalur
11 Ríkharður Flemming Jensen / Ás frá Traðarlandi 6,40 Heimahagi
12-13 Erla Guðný Gylfadóttir / Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,30 Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri
12-13 Petra Björk Mogensen / Polka frá Tvennu 6,30 Zo-on
14-15 Rúnar Freyr Rúnarsson / Styrkur frá Stokkhólma 6,13 Tölthestar
14-15 Hermann Arason / Rafael frá Miðhúsum 6,13 Vagnar og þjónusta
16 Kristín Hermannsdóttir / Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti 6,10 Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri
17 Ida Sofia Grundberg / Nátthrafn frá Kjarrhólum 6,03 Pure North
18 Rúrik Hreinsson / Flumbri frá Þingholti 5,93 Voot
19-21 Högni Freyr Kristínarson / Kolbakur frá Hólshúsum 5,90 Fákafar-Flekkudalur
19-21 Jóna Margrét Ragnarsdóttir / Fluga frá Prestsbakka 5,90 Zo-on
19-21 Auður Stefánsdóttir / Þorsti frá Ytri-Bægisá I 5,90 Vagnar og þjónusta
22 Þorvarður Friðbjörnsson / Inga frá Svalbarðseyri 5,87 Stjörnublikk
23 Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ 5,83 Pure North
24 Karl Áki Sigurðsson / Skál frá Skör 5,77 Pure North
25-26 Gunnar Eyjólfsson / Kristall frá Litlalandi Ásahreppi 5,67 Voot
25-26 Sverrir Einarsson / Kraftur frá Votmúla 2 5,67 Tölthestar
27 Rakel Sigurhansdóttir / Heiða frá Skúmsstöðum 5,63 Fákafar-Flekkudalur
28 Jenny Elisabet Eriksson / Mímir frá Hrauni 5,57 Camper Iceland
29 Hafdís Arna Sigurðardóttir / Rosti frá Hæl 5,37 Camper Iceland
30 Sverrir Sigurðsson / Brella frá Höfðabakka 5,20 Lið Sverris
31 Harpa Kristjánsdóttir / Sóley frá Heiði 5,13 Kaffivagninn
32 Högni Sturluson / Sjarmi frá Höfnum 5,10 Voot
33 Guðrún Pálína Jónsdóttir / Stígandi frá Efra-Núpi 4,97 Camper Iceland
34 Jóhann Albertsson / Sigurrós frá Hellnafelli 4,93 Lið Sverris
35-36 Soffía Sveinsdóttir / Hófadynur frá Hafsteinsstöðum 4,80 Hvolpasveitin
35-36 Guðrún Randalín Lárusdóttir / Auður frá Steinnesi 4,80 Kaffivagninn
37 Magnús Ólason / Lukka frá Eyrarbakka 4,77 Hvolpasveitin
38 Jón Ó Guðmundsson / Tristan frá Árbæjarhjáleigu II 4,67 Kaffivagninn
39 Bragi Birgisson / Þröstur frá Efri-Gegnishólum 4,60 Hvolpasveitin
A-úrslit
1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,23 Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri
2 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 6,90 Heimahagi
3-4 Gunnhildur Sveinbjarnardó / Kóngur frá Korpu 6,83 Zo-on
3-4 Elín Árnadóttir / Blær frá Prestsbakka 6,83 Stjörnublikk
5-6 Kristín Ingólfsdóttir / Ásvar frá Hamrahóli 6,73 Vagnar og þjónusta
5-6 Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum 6,73 Heimahagi
7 Sævar Örn Eggertsson / Selja frá Gljúfurárholti 6,70 Tölthestar
8 Kolbrún Grétarsdóttir / Jaðrakan frá Hellnafelli 6,57 Lið Sverris
Einstaklingskeppni
Sæti Knapi Hestur Lið Stig
1 Saga Steinþórsdóttir Mói frá Álfhólum Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri 12
2 Jóhann Ólafsson Brúney frá Grafarkoti Heimahagi 10
3 Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka Stjörnublikk 7.5
4 Gunnhildur Sveinbjarnardó Kóngur frá Korpu Zo-on 7.5
5 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Vagnar og þjónusta 5.5
6 Edda Hrund Hinriksdóttir Laufey frá Ólafsvöllum Heimahagi 5.5
7 Sævar Örn Eggertsson Selja frá Gljúfurárholti Tölthestar 4
8 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli Lið Sverris 3
9 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum Stjörnublikk 2
10 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Katla frá Mörk Fákafar - Flekkudalur 1
Liðakeppni
Sæti Lið Stig samtals
1 Heimahagi 101.5
2 Hofsstaðir/Úrvalshestar/Votamýri 90.5
3 Stjörnublikk 85.5
4 ZO-ON 84
5 Vagnar og þjónusta 80
6 Tölthestar 73
7 Fákafar - Flekkudalur 63
8 PureNorth Recycling 56
9 Lið Sverris 48
10 Voot 44.5
11 Camper Iceland 30
12 Kaffivagninn 15.5
13 Hvolpasveitin 8.5