Það var frábært kvöld í Samskipahöllinni í Spretti á fimmtudaginn þegar keppt var í slaktaumatölti
og fljúgandi skeiði. Spennan var mikil enda mörg stig í
pottinum.
Slaktaumatöltskeppnin var gífurlega sterk og til að komast í úrslit þurft 6,60 og yfir. Eftir æsispennandi úrslit stóðu þau Jóhann Ólafsson og Brúney frá Grafarkoti efst með einkuninna 7,79, í öðru sæti urðu Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg og Skorri frá Skriðulandi með 7,54 og í þriðja sæti var Erla Guðný Gylfadóttir á Roða frá Margrétarhofi með einkunina 6,83.
Liðaplattan í slaktaumatöltinu hlaut lið Stjörnublikks og voru með alla sína keppendur í úrslitum.
Flúgandi skeiðið tókst frábærlega, þarna sáust flottir sprettir og góðir tímar. Spennan var gífurleg fram að síðasta spretti. Það voru þeir Árni Sigfús Birgisson og Flipi frá Haukholtum sem fóru hraðasta sprettinn á tímanum 5,49 sek, í öðru sætu var Svanhildur Hall á Þey frá Holtsmúla 1 á tímanum 5,58 og í þriðja sæti urðu þær Herdís Rútsdóttir og Vænting frá Sturlureykjum 2 á tímanum 5,59.
Liðaplattan í fljúgandi skeiði hlaut lið Vagnar og Þjónusta.
Staðan eftir fjórar greinar í Equsanadeildinni er gífurlega spennandi.
Í einstaklingskeppninni stendur Aasa Ljungberg efst með 29 stig, í öðru sæti eru það þau Guðrún Margrét Valsteinsdóttir, Jóhann Ólafsson og Svanhildur Hall öll jöfn með 19 stig.
Í liðakeppninni er spennan mikil líka en þar er efst lið Stjörnublikks.
Meðfylgjandi eru öll úrslit kvöldsins.
Við minnum svo á lokamótið fimmtudaginn 21 mars þegar keppt verður í tölti og hefst mótið kl. 19:00.
A-Úrslit slaktaumatölt
1 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 7,79
2 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Skorri frá Skriðulandi 7,54
3 Erla Guðný Gylfadóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,83
4 Þorvarður Friðbjörnsson / Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 6,75
5 Brynja Viðarsdóttir / Sólfaxi frá Sámsstöðum 6,67
6 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Barði frá Laugarbökkum 6,50
7 Helga Gísladóttir / Saga frá Blönduósi 6,46
8 Páll Bjarki Pálsson / Magni frá Þjóðólfshaga 1 5,62
Forkeppni í slaktaumatölti
1 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Skorri frá Skriðulandi 7,53
2 Jóhann Ólafsson / Brúney frá Grafarkoti 7,40
3 Erla Guðný Gylfadóttir / Roði frá Margrétarhofi 7,13
4 Helga Gísladóttir / Saga frá Blönduósi 6,87
5 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Barði frá Laugarbökkum 6,83
6 Þorvarður Friðbjörnsson / Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 6,77
7-8 Brynja Viðarsdóttir / Sólfaxi frá Sámsstöðum 6,60
7-8 Páll Bjarki Pálsson / Magni frá Þjóðólfshaga 1 6,60
9 Ingimar Jónsson / Birkir frá Fjalli 6,57
10 Petra Björk Mogensen / Gjafar frá Hæl 6,47
11-12 Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti 6,33
11-12 Halldór Gunnar Victorsson / Nóta frá Grímsstöðum 6,33
13-15 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Kormákur frá Miðhrauni 6,13
13-15 Guðrún Sylvía Pétursdóttir / Gleði frá Steinnesi 6,13
13-15 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Griffla frá Grafarkoti 6,13
16-18 Hermann Arason / Dagrenning frá Dallandi 6,03
16-18 Sævar Örn Sigurvinsson / Hágeng frá Hestheimum 6,03
16-18 Ástey Gyða Gunnarsdóttir / Stjarna frá Ketilhúshaga 6,03
19 Rósa Valdimarsdóttir / Laufey frá Seljabrekku 6,00
20 Jón Helgi Sigurðsson / Arður frá Enni 5,93
21 Þórunn Eggertsdóttir / Gefjun frá Bjargshóli 5,83
22 Jón Steinar Konráðsson / Larfur frá Dýrfinnustöðum 5,80
23-24 Fjölnir Þorgeirsson / Garpur frá Kálfhóli 2 5,77
23-24 Arnhildur Halldórsdóttir / Þytur frá Stykkishólmi 5,77
25-27 Haraldur Haraldsson / Soldán frá Silfurmýri 5,73
25-27 Gunnar Már Þórðarson / Þengill frá Votumýri 2 5,73
25-27 Ríkharður Flemming Jensen / Auðdís frá Traðarlandi 5,73
28 Rúrik Hreinsson / Magni frá Þingholti 5,70
29 Jón Gísli Þorkelsson / Sólvar frá Lynghóli 5,67
30 Bjarni Sigurðsson / Týr frá Miklagarði 5,63
31 Hannes Brynjar Sigurgeirson / Hekla frá Ási 2 5,57
32-33 Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir / Fákur frá Grænhólum 5,53
32-33 Sigurður Helgi Ólafsson / Gloría frá Gottorp 5,53
34 Sæmundur Jónsson / Askur frá Stíghúsi 5,50
35 Cora Claas / Skörungur frá Kanastöðum 5,30
36-37 Óskar Pétursson / Vörður frá Hrafnsholti 5,27
36-37 Kolbrún Þórólfsdóttir / Ölrún frá Kúskerpi 5,27
38-39 Sverrir Einarsson / Kraftur frá Votmúla 2 5,20
38-39 Ingi Guðmundsson / Sævar frá Ytri-Skógum 5,20
40 Viggó Sigursteinsson / Njála frá Skjólbrekku 4,93
41 Kristín Ingólfsdóttir / Bella frá Hafnarfirði 4,83
42 Þorvaldur Gíslason / Dalur frá Ytra-Skörðugili 4,70
43-44 Sigurður Sigurðsson / Glæsir frá Torfunesi 4,57
43-44 Jenny Elisabet Eriksson / Laufey frá Hjallanesi 1 4,57
45 Gunnar Eyjólfsson / Flikka frá Brú 4,50
46 Halldór P. Sigurðsson / Frosti frá Höfðabakka 4,40
47 Hulda Katrín Eiríksdóttir / Salvar frá Fornusöndum 4,33
48 Sabine Marianne Julia Girke / Finnur frá Hala 4,20
Fljúgandi skeið
1 Árni Sigfús Birgisson og Flipi frá Haukholti 5.49
2 Svanhildur Hall og Þeyr frá Holtsmúla 1 5.58
3 Herdís Rútsdóttir og Vænting frá Sturlureykjum 2 5.59
4 Vilborg Smáradóttir og Klókur frá Dallandi 5.69
5 Trausti Óskarsson og Skúta frá Skák 5.71
6-7 Sverrir Sigurðsson og Sigurrós frá Gauksmýri 5.73
6-7 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Surtsey frá Fornusöndum 5.73