Fjöldi fólks voru samankomin í veislusal Spretts í gær laugardaginn 2 september þegar dregið var út um þau lið sem komast í Áhugamannadeild Spretts 2018.
Kvöldið hófst með því að kynna nýjan styrktaraðila deildarinn 2018 og um leið fengu Gluggar og Gler miklar og góðar þakkir fyrir stuðninginn, en þeir hafa verið aðalstyrktaraðilar mótaraðarinnar frá byrjun.
Nýjir styrktaraðilar eru Equsana og mun deildin heita Equsana deildin. Samningur var undirritaður til tveggja ára og voru það Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands og Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Spretts sem undirrituðu samkomulagið.
Næst var komið að útdrætti en það voru sjö lið sem sóttu um þau fjögur sæti sem laus voru. Þau lið sem dregin voru út og hljóta keppnisrétt fyrir 2018 eru:
- Öðlingarnar – Lið Sverris Einarssonar og félaga
- Kemuríljósliðið – lið Ásteyjar Gunnarsdóttur og félaga
- Team Sverris – lið Sverris Sigurðssonar og félaga
- Poulsen liðið – lið Sigubjörns Þórmundsson og félaga
Næstu lið voru dregin – í þessari röð - Einhamar Seafood/Ísfell, Hafnfirðingar og Hraun. Við bjóðum ný lið velkomin í Equsana deildina 2018 og við sjáumst í 8 febrúar 2018 þegar fyrsta mótið í mótaröðinni fer fram en þá verður keppt í fjórgangi.
Kær kveðja
Nefndin