Laugardaginn 2 september kl. 19:30 verður dregið úr umsóknum nýrra liða í Áhugamannadeild Spretts fyrir keppnisárið 2018.
Vegna mikillar aðsóknar í deildinni hefur stjórn Áhugamannadeildarinn ákveðið að bæta við einu liði í deildina fyrir keppnisárið 2018. Því munu sextán lið eigi keppnisrétt í deildinni í stað fimmtán. Um leið bætum við einu sæti í úrslitum þ.e.a.s í stað sex efstu knapa úr forkeppni þá keppa sjö efstu knapar í úrslitum.
Spennan fyrir útdráttinn er mikil enda hafa sjö ný lið sótt um þau fjögur liðasæti sem laus eru.
Útdrátturinn fer fram í Samskipahöllinni þegar hið víðfræga Metamót Spretts fer fram. Einnig verða kynntir liðsmenn þeirra liða sem tryggðu sér sæti eftir keppnisárið 2017 en einhverjar breytingar hafa orðið á liðskipan.
Það er glæsileg dagskrá í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið:
18:50 Matarhlé – Glæsilegt Steikarhlaðborð að hætti Sprettara
19:30 Útdráttur í Áhugamannadeild Spretts ásamt uppboðum á sætum í úrslitum í A og B Flokka
20:00 B-úrslit í Tölti
20:30 Fyrirtækjatölt
21:30 A-úrslit í Tölti
22:15 Ljósaskeið
Við hvetjum sem flesta til að mæsta snemma til að fá sér gott að borða á steikarhlaðborði og eiga gott kvöld í Spretti.
Hlökkum til að sjá ykkur öll
Nefndin