Nú eru ráslistar klárir fyrir Byko töltið sem er jafnframt lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna 2017.
Mótið fer fram á fimmtudagskvöldið 30 mars n.k, og hefst keppni kl. 19:00. Fólk er hvatt til að koma tímalega til að fá góð sæti.
Ráslistinn er miklu meira en spennandi og það er ljóst að háspennan verður í Samskipahöllinni á fimmtudaginn.
Ljóst er að þeir Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni mæta aftur í höllina til að verja tiltilinn en þeir sigruðu í fyrra. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir sem varð í öðru sæti í fyrra á Hlýra frá Hveragerði mætir með Barða frá Laugarbökkum og Árni Sigfús sem var í þriðja sæti í fyrra á Stíg frá Halldórsstöðum mætir á Blíðu frá Keldulandi.
Margir frábærir hestar að mæta í brautina og m.a. er að sjá sigurvegarana úr slaktaumatöltinu, sem fór fram fyrir tveimur viku, þá Roði frá Margrétarhofi og Jón Ó Guðmundsson, ásamt mörgum fleiri flottum hestum og knöpum.
Stigakeppnin er æsispennandi og því er öllu tjaldað til. Það er Byko sem styrkir lokamót vetrarins og gefur mjög veglega vinninga í fyrstu þrjú sætin ásamt því að vera með kynningar í veislusal.
Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.
Á lokamótinu taka áhorfendur þátt með því að velja vinsælasta knapann, best klædda liðið, skemmtilegasta liðið og þjálfara ársins.
Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír.
Hér er svo ráslistinn:
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur Lið1 1 H Guðlaugur Pálsson Tinni frá Laugabóli Ölvisholt Brugghús
2 1 H Lára Jóhannsdóttir Gormur frá Herríðarhóli Heimahagi
3 1 H Sigurjón Gylfason Kolgríma frá Ingólfshvoli Bláa Lónið
4 2 V Viggó Sigursteinsson Bubbi frá Þingholti Einhamar Seafood/Ísfell
5 2 V Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum Vagnar og Þjónusta
6 3 H Hafdís Arna Sigurðardóttir Sólon frá Lækjarbakka Snaps/Optimar Kapp
7 3 H Sigurður Grétar Halldórsson Sævar frá Ytri-Skógum Team Kaldi bar
8 3 H Jón Steinar Konráðsson Prins frá Skúfslæk Kæling
9 4 H Sigurbjörn Viktorsson Roði frá Syðri-Hofdölum Heimahagi
10 4 H Viðar Þór Pálmason Elvur frá Flekkudal Hringdu/Exporthestar
11 5 V Rúnar Bragason Geisli frá Möðrufelli Toyota Selfossi
12 5 V Þorvarður Friðbjörnsson Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 Poulsen
13 5 V Saga Steinþórsdóttir Mói frá Álfhólum Mustad
14 6 H Þorvaldur Gíslason Auðdís frá Traðarlandi Bláa Lónið
15 6 H Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Vagnar og Þjónusta
16 6 H Símon Orri Sævarsson Rómur frá Gíslholti Snaps/Optimar Kapp
17 7 V Rúrik Hreinsson Arif frá Ísólfsskála Einhamar Seafood/Ísfell
18 7 V Árni Sigfús Birgisson Blíða frá Keldulandi Team Kaldi bar
19 7 V Edda Hrund Hinriksdóttir Fjarki frá Hólabaki Kæling
20 8 H Sigurður Sigurðsson Kamban frá Húsavík Toyota Selfossi
21 8 H Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Barði frá Laugarbökkum Barki
22 8 H Ástríður Magnúsdóttir Erró frá Ási 2 Austurkot-Geirland
23 9 H Guðmundur Jónsson Ísar frá Flagbjarnarholti Poulsen
24 9 H Gunnar Tryggvason Fífa frá Brimilsvöllum Garðatorg/ALP/GÁK
25 9 H Petra Björk Mogensen Gjafar frá Hæl Barki
26 10 V Ingi Guðmundsson Draumur frá Hofsstöðum, Garðabæ Team Kaldi bar
27 10 V Brynja Viðarsdóttir Sólfaxi frá Sámsstöðum Vagnar og Þjónusta
28 10 V Herdís Rútsdóttir Vaka frá Sæfelli Mustad
29 11 V Ástey Gyða Gunnarsdóttir Stjarna frá Ketilshúsahaga Snaps/Optimar Kapp
30 11 V Gunnar Sturluson Hrókur frá Flugumýri II Poulsen
31 11 V Aníta Lára Ólafsdóttir Eyjarós frá Borg Garðatorg/ALP/GÁK
32 12 V Hannes Brynjar Sigurgeirson Jónas frá Litla-Dal Austurkot-Geirland
33 12 V Jóhann Ólafsson Helgi frá Neðri-Hrepp Heimahagi
34 13 H Jón Gísli Þorkelsson Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti Bláa Lónið
35 13 H Glódís Helgadóttir Hektor frá Þórshöfn Kæling
36 13 H Sigurlaugur G. Gíslason Ópera frá Austurkoti Austurkot-Geirland
37 14 H Sigurður Straumfjörð Pálsson Arða frá Brautarholti Toyota Selfossi
38 14 H Guðrún Sylvía Pétursdóttir Rafn frá Melabergi Vagnar og Þjónusta
39 14 H Rósa Valdimarsdóttir Íkon frá Hákoti Mustad
40 15 H Gunnhildur Sveinbjarnardó Mirra frá Laugarbökkum Barki
41 15 H Hrafnhildur Jóhannesdóttir Kvika frá Grenjum Einhamar Seafood/Ísfell
42 15 H Elín Deborah Guðmundsdóttir Faxi frá Hólkoti Ölvisholt Brugghús
43 16 V Snorri Elmarsson Aríel frá Garðabæ Poulsen
44 16 V Ámundi Sigurðsson Hrafn frá Smáratúni Garðatorg/ALP/GÁK
45 16 V Jón Ó Guðmundsson Roði frá Margrétarhofi Hringdu/Exporthestar