Það var frábær stemming í Samskipahöllinni í gærkvöldi þegar æsispennandi keppni í fjórgangi í fór fram. Kvöldið hófst með setningu deildarinnar þar sem öll lið, þjálfarar og liðseigendur voru kynnt. Það er fjöldinn allur af fólki sem kemur að keppni hvers lið og spennan lág í loftinu þegar mótið hófst.
Áhorfendur sem fjölmenntu á pallanna fengu á að líta hverja flottu sýninguna á fætur annarri og það var ljóst strax í byrjun að það stefndi í mjög spennandi úrslit.
Eftir æsispennandi úrslit stóðu þau Saga Steinþórsdóttir og Mói frá Álfhólum úr liði Mustad uppi sem sigurvegarar með glæsilega einkunn 7,03, í öðru sæti urðu sigurvegararnir frá því í fyrra Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Fífill frá Feti með einkuninna 6,77 og í þriðja sæti Edda Hrund Hinriksdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum með einkunina 6,67
Stigahæsta liðið sem hlaut eftirsótta liðaplattan var lið Kælingar með 123 stig, í öðru sæti er lið Vagna og Þjónustu með 104 stig og í þriðjda sæti lið Mustad með 98 stig.
Hér eru allar niðurstöður úr forkeppni kvöldsins og úrslitum
Við minnum svo á næsta mót sem verður fimmtudaginn 2 mars kl. 19:00 og þá verður keppt í fimmgangi.
ÚrslitSæti Keppandi Heildareinkunn
1 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,03
2 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Fífill frá Feti 6,77
3 Edda Hrund Hinriksdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum 6,67
4 Sigurbjörn Viktorsson / Baldur frá Akureyri 6,30
5 Hannes Brynjar Sigurgeirson / Fleygur frá Garðakoti 6,27
6 Gunnar Tryggvason / Grettir frá Brimilsvöllum 6,10
7 Gunnhildur Sveinbjarnardó / Skjálfti frá Langholti 6,03
Niðurstöður eftir forkeppniSæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Fífill frá Feti Bleikur/álóttur stjörnótt Máni 6,67
2 Saga Steinþórsdóttir Mói frá Álfhólum Brúnn/dökk/sv. einlitt Fákur 6,60
3 Edda Hrund Hinriksdóttir Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum Brúnn/dökk/sv. einlitt Fákur 6,47
4 Sigurbjörn Viktorsson Baldur frá Akureyri Jarpur/milli- einlitt Fákur 6,30
5 Gunnar Tryggvason Grettir frá Brimilsvöllum Jarpur/milli- einlitt Snæfellingur 6,23
6 Hannes Brynjar Sigurgeirson Fleygur frá Garðakoti Brúnn/milli- einlitt Sörli 6,20
7 Gunnhildur Sveinbjarnardó Skjálfti frá Langholti Brúnn/milli- skjótt Fákur 6,17
8 Rósa Valdimarsdóttir Íkon frá Hákoti Brúnn/dökk/sv. stjörnótt Fákur 6,13
9 Vilborg Smáradóttir Grunnur frá Hólavatni Bleikur/álóttur einlitt Sindri 6,10
10-11 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Tign frá Vöðlum Jarpur/milli- einlitt Smári 6,07
10-11 Glódís Helgadóttir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Rauður/milli- skjótt Sörli 6,07
12-14 Arnhildur Halldórsdóttir Þytur frá Stykkishólmi Brúnn/mó- einlitt Sprettur 6,03
12-14 Ástríður Magnúsdóttir Júpiter frá Garðakoti Rauður/milli- blesótt Sörli 6,03
12-14 Rúnar Bragason Penni frá Sólheimum Brúnn/dökk/sv. einlitt Fákur 6,03
15-16 Katrín Sigurðardóttir Von frá Meiri-Tungu 3 Rauður/milli- einlitt Geysir 6,00
15-16 Þorvarður Friðbjörnsson Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 Grár/rauður stjörnótt Fákur 6,00
17-20 Davíð Matthíasson Glaður frá Mykjunesi 2 Brúnn/milli- einlitt Fákur 5,93
17-20 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Barði frá Laugarbökkum Rauður/milli- einlitt Sprettur 5,93
17-20 Sigurjón Gylfason Ás frá Traðarlandi Brúnn/dökk/sv. einlitt Sprettur 5,93
17-20 Halldór Gunnar Victorsson Von frá Bjarnanesi Rauður/sót- einlitt Sprettur 5,93
21-23 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir Óskar Þór frá Hvítárholti Brúnn/milli- einlitt Sprettur 5,90
21-23 Aníta Lára Ólafsdóttir Greifinn frá Runnum Brúnn/dökk/sv. einlitt Faxi 5,90
21-23 Óskar Pétursson Æska frá Akureyri Jarpur/milli- einlitt Fákur 5,90
24-26 Guðmundur Jónsson Máttur frá Miðhúsum Jarpur/dökk- skjótt Fákur 5,87
24-26 Sigurður Sigurðsson Bruni frá Varmá Rauður/milli- einlitt Sleipnir 5,87
24-26 Jón Gísli Þorkelsson Kría frá Kópavogi Grár/mósóttur blesótt Sprettur 5,87
27-28 Kristín Ingólfsdóttir Svalur frá Hofi á Höfðaströnd Brúnn/milli- einlitt Sörli 5,80
27-28 Lára Jóhannsdóttir Gormur frá Herríðarhóli Brúnn/mó- einlitt Fákur 5,80
29 Gylfi Freyr Albertsson Kolbeinn frá Hæli Jarpur/dökk- einlitt Hörður 5,70
30 Jón Ó Guðmundsson Þruma frá Hofsstöðum, Garðabæ Brúnn/milli- skjótt Sprettur 5,63
31 Hrafnhildur Jónsdóttir Kraftur frá Keldudal Rauður/dökk/dr. blesótt Fákur 5,60
32-33 Hafdís Arna Sigurðardóttir Sólon frá Lækjarbakka Brúnn/milli- einlitt Sörli 5,57
32-33 Þórunn Eggertsdóttir Náma frá Klömbrum Brúnn/milli- einlitt Fákur 5,57
34 Elín Deborah Wyszomirski Faxi frá Hólkoti Brúnn/milli- einlitt Sprettur 5,53
35-36 Sigurður Grétar Halldórsson Hugur frá Eystri-Hól Brúnn/milli- einlitt Sprettur 5,50
35-36 Hrafnhildur Jóhannesdóttir Jökull frá Hofsstöðum Rauður/milli- stjörnótt Hörður 5,50
37-40 Leifur Sigurvin Helgason Eldey frá Skálatjörn Rauður/milli- einlitt Sleipnir 5,43
37-40 Ingi Guðmundsson Sævar frá Ytri-Skógum Móálóttur,mósóttur/milli-... Sprettur 5,43
37-40 Kristinn Már Sveinsson Ósvör frá Reykjum Bleikur/fífil/kolóttur st... Hörður 5,43
37-40 Ástey Gyða Gunnarsdóttir Stjarna frá Ketilshúsahaga Rauður/ljós- stjörnótt Sörli 5,43
41 Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir Hafrót frá Ásbrú Jarpur/milli- einlitt Máni 5,33
42 Rúrik Hreinsson Flaumur frá Leirulæk Jarpur/milli- einlitt Máni 5,07
43 Gunnar Sturluson Hrókur frá Flugumýri II Móálóttur,mósóttur/milli-... Snæfellingur 4,73
44 Hafdís Svava Níelsdóttir Hvöt frá Árbæ Brúnn/milli- einlitt Sprettur 4,27
45 Sigrún Sæmundsen Íslendingur frá Dalvík Brúnn/milli- einlitt Sprettur 3,77