Laugardaginn 3 september kl. 20:15 verður dregið úr umsóknum nýrra liða í Áhugamannadeild Spretts fyrir keppnisárið 2017.
Spennan er gífurleg en sjö lið hafa sótt um þau þrjú sæti sem eru laus í deildinni.
Útdrátturinn fer fram í Samskipahöllinni þegar hið víðfræga Metamót Spretts fer fram. Einnig verða kynntir liðsmenn þeirra liða sem tryggðu sér sæti eftir keppnisárið 2016 ásamt aðalstyrktaraðila deildarinnar.
Hér er glæsilega dagskráin sem verður í Samskipahöllini á laugardagskvöldið.
18:30 Matarhlé - Steikarhlaðborð
19:45 B-úrslit tölt
20:15 Áhugamannadeild
20:45 Fyrirtækjatölt
21:30 A-úrslit tölt
22:15 Ljósaskeið
23:15 Kvöldvaka/Uppboð
Við hvetjum sem flesta til að mæta snemma fá sér gott að borða á steikarhlaðborði og eiga gott kvöld í Spretti.
Hlökkum til að sjá ykkur öll
Nefndin