• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Nýjustu fréttir og tilkynningar

Hesthúsapláss fyrir Landsmót!
Hesthúsapláss fyrir Landsmót!

Sprettur hefur útvegað þátttakendum í yngri flokkum hesthúsapláss að Neðra-Seli í Holta- og Landsveit, staðsett um 15km frá mótssvæðinu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] sem fyrst, en ekki síðar en 20.júní, ef þið óskið eftir hesthúsaplássi svo við getum sett niður nánara skipulag og reynt að koma öllum keppendum í yngri flokkum fyrir 🙂 Reynt verður eftir fremsta megni

Fréttir og tilkynningar -
16-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu
Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu

Þriðjudaginn 21.júní kl.16:00 verður farið í skoðunarferð á landsmótssvæðið á Hellu með yngri flokkum Spretts. Mótssvæðið verður skoðað, Íþróttamaður Spretts Jóhann Kr. Ragnarsson mun hitta hópinn og sýna eitt prógramm á vellinum ásamt því að spjalla stuttlega við hópinn. Á heimleiðinni verður stoppað í kvöldmat. Farið verður með rútu. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina eigi síðar en mánudag

Fréttir og tilkynningar -
16-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Úrslit og niðurstöður Gæðingakeppni Spretts & úrtöku fyrir Landsmót 2022
Úrslit og niðurstöður Gæðingakeppni Spretts & úrtöku fyrir Landsmót 2022

                                                    Um nýliðna helgi 4.-5.júní var Gæðingakeppni Spretts og Landsmótsúrtaka. Mánududaginn 6.júní var seinni umferð úrtöku og gildir betri árangur forkeppni beggja daga inn á Landsmót. Spre

Fréttir og tilkynningar -
09-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Dagskrá og ráslistar seinni umferðar úrtöku Spretts
Dagskrá og ráslistar seinni umferðar úrtöku Spretts

Dagskrá seinni umferðar mánudaginn 6.júní 2022 17:00 Barnaflokkur 17:30 Unglingaflokkur 18:30 Ungmennaflokkur 19:00 Hlé 19:20 B-flokkur 20:20 A-flokkur   A flokkur Gæðingaflokkur 1 1 1 V Guðrún Margrét Valsteinsdóttir 1 - Rauður Sprettur Hrafnaflóki frá Hjaltastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt 7 Sprettur Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Loki frá Selfossi Frostrós frá Hjaltastöðum2 2 V Ævar Örn

Fréttir og tilkynningar -
05-06-2022
- by Davíð
Nánar »

Lokamót áhugamannadeildar – Byko tölt í Gluggar og Gler deildinni

Skrifað þann Mars 24 2017
  • Print
  • Netfang
Lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna fer fram fimmtudaginn 30. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Það er Byko sem er styrktaraðili töltsins.
Staðan í Gluggar og Glerdeildin 2017 er æsispennandi og það er ljóst að liðin munu tjalda öllu sem til er í hesthúsunum til að næla sér í stig á lokametrunum.

Í fyrra voru það Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni sem sigruðu töltið, í öðru sæti voru þau Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Hlýri frá Hveragerði og í þriðja sæti þeir Árni Sigfús Birgisson og Stígur frá Halldórsstöðum. Það verður spennandi að sjá hvort þessi pör mæta til leiks aftur.
Í stigakeppninni er æsispennandi og ljóst að það er mikið í húfi fyrir lokamótið.

Á topnnum í liðakeppninni er lið Vagnar og Þjónustu með 339 stig og þar með 2 stiga forskot á lið Kælingu sem hefur 337 stig, í þriðja sæti er lið Hringdu/Export hesta með 333 stig.

Í einstaklingskeppninni er það Sigurbjörn Viktorsson sem leiðir með 19 stig, jöfn í 2-3 sæti eru þau Jón Ó Guðmundsson og Saga Steinþórsdóttir með 13 stig. Þar strax á eftir er Sigurður Sigurðarsson með 12 stig. Staðan er mjög jöfn í sætunum þar á eftir þar sem Sigurður Straumfjörð, Játvarður Jökull og Edda Hrund eru öll með 11 stig. Fyrsta sæti úr forkeppninni gefur 12 stig og koll af kolli – þannig að það er ljóst að ýmislegt getur gerst á lokametrunum.

Það er óhætt að segja að það verði háspenna í Samskipahöllinni n.k. fimmtudag.

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.

Á lokamótinu taka áhorfendur þátt með því að velja vinsælasta knapann, best klædda liðið, skemmtilegasta liðið og þjálfara ársins.
Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír.

Við minnum svo á nýja heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-gluggar-og-gler. Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Gluggar og Gler deildin. Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.
Samskip eru aðal styrktaraðili Spretts

Á döfinni

equsanadeildinLogo

SENDA EFNI TIL VEFSTJÓRA

á netfangið vefstjori (hjá) sprettarar.is

SKRÁ Á NÁMSKEIÐ

GERAST FÉLAGI Í SPRETTI

Skrá á póstlista

Umferðareglur hestamanna

Umgengnisreglur hestamanna

Leita á vefnum

Það eru 516 gestir í heimsókn

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Forsíða