• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Nýjustu fréttir og tilkynningar

Hesthúsapláss fyrir Landsmót!
Hesthúsapláss fyrir Landsmót!

Sprettur hefur útvegað þátttakendum í yngri flokkum hesthúsapláss að Neðra-Seli í Holta- og Landsveit, staðsett um 15km frá mótssvæðinu. Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] sem fyrst, en ekki síðar en 20.júní, ef þið óskið eftir hesthúsaplássi svo við getum sett niður nánara skipulag og reynt að koma öllum keppendum í yngri flokkum fyrir 🙂 Reynt verður eftir fremsta megni

Fréttir og tilkynningar -
16-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu
Rútuferð yngri flokka á landsmótssvæði á Hellu

Þriðjudaginn 21.júní kl.16:00 verður farið í skoðunarferð á landsmótssvæðið á Hellu með yngri flokkum Spretts. Mótssvæðið verður skoðað, Íþróttamaður Spretts Jóhann Kr. Ragnarsson mun hitta hópinn og sýna eitt prógramm á vellinum ásamt því að spjalla stuttlega við hópinn. Á heimleiðinni verður stoppað í kvöldmat. Farið verður með rútu. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina eigi síðar en mánudag

Fréttir og tilkynningar -
16-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Úrslit og niðurstöður Gæðingakeppni Spretts & úrtöku fyrir Landsmót 2022
Úrslit og niðurstöður Gæðingakeppni Spretts & úrtöku fyrir Landsmót 2022

                                                    Um nýliðna helgi 4.-5.júní var Gæðingakeppni Spretts og Landsmótsúrtaka. Mánududaginn 6.júní var seinni umferð úrtöku og gildir betri árangur forkeppni beggja daga inn á Landsmót. Spre

Fréttir og tilkynningar -
09-06-2022
- by Davíð
Nánar »
Dagskrá og ráslistar seinni umferðar úrtöku Spretts
Dagskrá og ráslistar seinni umferðar úrtöku Spretts

Dagskrá seinni umferðar mánudaginn 6.júní 2022 17:00 Barnaflokkur 17:30 Unglingaflokkur 18:30 Ungmennaflokkur 19:00 Hlé 19:20 B-flokkur 20:20 A-flokkur   A flokkur Gæðingaflokkur 1 1 1 V Guðrún Margrét Valsteinsdóttir 1 - Rauður Sprettur Hrafnaflóki frá Hjaltastöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt 7 Sprettur Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir Loki frá Selfossi Frostrós frá Hjaltastöðum2 2 V Ævar Örn

Fréttir og tilkynningar -
05-06-2022
- by Davíð
Nánar »

Dymbilvikusýning Spretts 2019.

Skrifað þann Apríl 15 2019
  • Print
  • Netfang
DYMBILVIKU 2019
Nú styttist óðum í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni, miðvikudaginn 17. Apríl, kvöldið fyrir Skírdag að venju.

Ræktunarhross skipa stóran sess á sýningunni líkt og undanfarin ár, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Heiðraðir verða íþróttarknapar Spretts 2018 ásamt Landsmótssigurvegurum og Íslandsmeisturum 2018, ungir Sprettarar koma fram ásamt mörgu fleira spennandi.

Húsið opnar kl 18. Sýningin byrjar kl 20
"Happy hour" á barnum milli 18 og 20
Við minnum á hið vinsæla hlaðborð en að þessu sinni verður boðið uppá lambakótilettur í raspi að hætti Matthildar með öllu tilheyrandi.
Þannig að það er um að gera að mæta fyrr, njóta veitinga og horfa svo á frábæra sýningu.

Aðgangseyrir 1500kr fyrir 12 ára og eldri.

Hér er slóð á viðburðinn
https://www.facebook.com/events/651506658632083

Fréttabréf frá framkvæmdastjóra og stjórn

Skrifað þann Apríl 13 2019
  • Print
  • Netfang
sprettur logo netFrá framkvæmdastjóra og stjórn
Vorið er á næsta leiti og fjöldinn allur af félagsmönnum nýtir sér allar þær góðu reiðleiðir sem eru í nágrenni félagssvæðisins. Reiðgötur í Heiðmörk eru ljómandi góðar og margir farnir að fara lengri túra svo sem í kringum Elliðavatn, Grunnuvatnaleið og í Hafnarfjörð. Við minnum á mikilvægi þess að ríða hægra megin í reiðgötunni og þau ykkar sem eru að teyma að muna eftir því að teyma hægra megin við ykkur. Mikil slysahætta getur verið þegar hross og menn mætast í þröngri reiðgötu með marga til reiðar. Hestakostur er góður í Spretti og gaman að sjá unga sem aldna á ferð um hverfið og næsta nágrenni. 

Landsamband hestamannafélaga hefur gefið út reiðtilmæli og eru þau eftirfarandi:
1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.


Öryggisnefnd
Stofnuð hefur verið öryggisnefnd Spetts sem mun fara yfir öryggismál á svæðinu. Ragna Emilsdóttir er í forsvari fyrir nefndina og er fyrsti fundur fyrirhugaður í næstu viku. Allar hugmyndir og úrbætur vel þegnar en kynnt verður sérstaklega á heimasíðu félagsins hvert eigi að senda upplýsingar og fyrirspurnir.



Losun á skít frá hesthúsum

Viljum minna félagsmenn á að ekki er heimilt að losa úr skítakörum og sturta á félagssvæðinu. Framkvæmdastjóri gefur frekar upplýsingar.


Ógreidd félagsgjöld
Töluvert er enn um ógreidd félagsgjöld. Enn og aftur biðlum við til knapa sem eru að nýta sér svæðið að greiða félagsgjöldin. Félagsgjöld eru nausynleg félaginu til að standa straum af föstum kostnaði.


Vetrarleikar 3

Þriðju vetrarleikar Spretts voru haldnir sunnudaginn 07. apríl á beinu brautinni fyrir neðan Samskipahöllina í yndislegu veðri. Brautin var góð og hestakostur einnig. Þá hefur þessari mótaröð verið lokið og þökkum við Spretturum kærlega fyrir þátttökuna. Úrslit mótsins hafa verið sett á heimasíðu félagsins.

http://sprettarar.is/frettir/1746-vetrarleikar-spretts-2


Dymbilvikusýning Spretts
Nú styttist óðum í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni en hún er haldin miðvikudaginn 17. apríl.

Ræktunarhross skipa stóran sess á sýningunni líkt og undanfarin ár, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Heiðraðir verða íþróttarknapar Spretts 2018 ásamt Landsmóts og íslandsmeistarasigurvegurum, ungir Sprettarar koma fram ásamt mörgu fleira spennandi. Þessar sýningar einkennast af léttleika þar sem fjölskyldur koma saman og sjá það góða starf sem býr í félaginu.

http://sprettarar.is/frettir/1743-dymbilvikusyning-spretts-2019


Skírdagsreið hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfjörð

Þann 18. apríl ríða hestamenn úr Fáki, Herði, og Spretti til Sörla í Hafnarfirði, hittast og gera sér glaðan dag yfir svignandi hlaðborðum Sörlakvenna. Reiðvegur um Urriðaholt, svokallaður Flóttamannavegur er ekki góður til reiðar eins og stendur. Þar hafa verið miklar framkvæmdir undanfarið við frárennslislagnir, gatnagerð ofl. Mikil hætta getur skapast við þær aðstæður sem þar eru. Á köflum er reiðvegurinn ekki nema um ½ meter á breidd og ekki hægt að mætast þar. Vegna slysahættu eru knapar hvattir til að ríða um Heiðmörkina til og frá Hafnarfirði á skírdag. Reiðvegir þar eru í góðu standi eftir veturinn.


Hreinsunaradagurinn

Árlegur hreinsunardagur Spretts er 23. Apríl. Við hvetjum alla félagsmenn að taka höndum saman og týna rusl í kringum húsin sín. Við hittumst við Samskipahöllina þar sem pokar undir rusl verða afhentir og komum síðan saman að hreinsun lokinni. Vonumst til að sem flestir láti sjá sig. Margar hendur vinna létt verk.


Firmakeppni Spretts

Firmakeppni Spretts verður haldin að venju á sumardaginn fyrsta sem ber uppá 25. apríl að þessu sinni. Við hvetjum alla til að taka þátt og styðja við þetta fjáröflunarframtak nefndarinnar og gleðjast saman.


Opinn viðtalstími framkvæmdastjóra

Við minnum á opinn tíma framkvæmdastjóra sem auglýstur var í fyrri fréttabréfum en Magnús Benediktsson tekur á móti gestum og gangandi á mánudögum og miðvikudögum frá k. 9-11. Magnús sér einnig um lykla að reiðhöllum. Sú nýbreyting sem farið var í um áramót að setja lyklakerfið upp með nýjum hætti hefur gefist vel. Hægt er einnig að leggja inn fyrirspurnir í gengum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skírdagskaffi á Sörlastöðum

Skrifað þann Apríl 13 2019
  • Print
  • Netfang
Hið sívinsæla Skírdagskaffi hjá Sörla verður haldið fimmtudaginn 18. apríl.

Sörlamenn munu ríða til móts við Sprettara í Heiðmörk og síða saman í kaffi á Sörlastöðum.

Síða 122 af 484

  • Fyrri
  • 117
  • 118
  • 119
  • 120
  • 121
  • 122
  • 123
  • 124
  • 125
  • 126
  • Næsta
  • Næsta
Samskip eru aðal styrktaraðili Spretts

Á döfinni

equsanadeildinLogo

SENDA EFNI TIL VEFSTJÓRA

á netfangið vefstjori (hjá) sprettarar.is

SKRÁ Á NÁMSKEIÐ

GERAST FÉLAGI Í SPRETTI

Skrá á póstlista

Umferðareglur hestamanna

Umgengnisreglur hestamanna

Leita á vefnum

Það eru 26 gestir í heimsókn

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Forsíða