Hestamannafélagið Sprettur hefur í samstarfi við hestamannafélagið Fák ákveðið að bjóða uppá verklega kennslu í knapamerkjum 1&2 nú í haust.
Námskeiðið er öllum opið.
Ekki verður boðið uppá verklega kennslu í þessum knapamerkjum eftir áramót.
Bæði stigin verða kennd saman og er aldurstakmark til að taka bæði stigin svona er 14. ára.
Einnig verða knapamerki 1 og 2 kennd í sitthvoru lagi fyrir þá sem kjósa að taka eitt stig í einu eða eru ekki oðrnir 14 ára.
Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni í Spretti.
Kennari verður Henna Sirén.
Hér eru tenglar á heimasíðu Knapamerkja og sjá má hvað hver og einn á að hafa vald og þekkingu á að námskeiðinu loknu.
http://knapamerki.is/1-stig/http://knapamerki.is/2-stig/Kennsla hefst 29.okt í 1&2 saman. Kennsla hefst 7.nóv í knapamerki 2 eingöngu og 15.nóv í eingöngu knapmerki 1.
og stefnt er á að verklegt próf verði 12. des.
Verð í knapmerki 1&2 saman er fyrir fullorðna er 40.000kr og fyrir 18 ára og yngri 25.000kr
Verð í knapamerki 1 er 16.000kr fyrir unglinga og 24.000kr fyrir fullorðna
Verð í knapamerki 2 er 19.000kr fyrir unglinga og 29.000 fyrir fullorðna.
Lámark þarf 4 í hóp til að námskeiðið verði haldið.
Skráning er opin í gegnum Sportfeng.
Bendum einnig á að bókleg kennsla í knapamerkjum fer fram nú í haust og verða kennd í Fáki.
http://sprettarar.is/frettir-af-namskeidahaldi-hja-spretti/1590-knapamerki-bokleg-kennsla-haustidh-2018