Fréttir
Meistari Meistaranna 2016, fjórgangur
Nú styttist í eitt mest spennandi mót vetrarins – Meistari Meistaranna 2016 - sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti föstudaginn 15 apríl kl. 19:00.Keppnisfyrirkomulagið er þannig að úrslit eru riðinn í hverri grein og eru það sigurvegarar í úr mótaröðum sem haldnar hafa verið í vetur á landinu sem hafa keppnisrétt.Í dag kynnum við til leiks þá sem keppa í fjórgangi.Fjórgangurinn verður hrikalega sterkur og til leiks mæta:Vesturlandsdeildin : Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá LaugavöllumKea Mótaröðin : Viðar Bragason og Þytur frá NarfastöðumHúnverska mótaröðin : Jessie Huijbers og Hátíð frá KommuUppsveitardeildin : Þórarinn Ragnarsson og Hringur frá GunnarsstöðumKB Mótaröðin : Siguroddur Pétursson og Steggur frá HrísdalGluggar og Glerdeildin : Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Fífill frá FetiMeistaradeildin : Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá HamarseyKS deildin : Artemisa Bertus og Korgur frá IngólfshvoliHvetjum alla til að taka kvöldið frá og koma í Samskipahöllina til að sjá alla helstu sigurvegara í mótaröðum landsins keppa um titilinn Meistari Meistaranna. Húsið opnar kl. 17:30 og í boði verða léttar veitingar á mjög góðu verði að hætti Sprettara.
Aðgangseyrir er kr. 1000 pr. mann