Er hesturinn þinn með vandamál sem gæti mátt rekja til ástands tanna? Sunnudaginn 24. apríl n.k. kemur Kathrine H Pedersen hestatanntæknir og býður þjónustu sína á Sprettssvæðinu ef næg þátttaka næst. Kathrine er menntuð í Bandaríkjunum og starfar á Hellu. Þjónusta tanntæknis felur í sér greiningu, forvarnir og meðferð sjúkdóma, kvilla eða óeðlilegs ástands í munnholi og tengdum svæðum. Hestarnir eru deyfðir til þess að hægt sé að greina hver vandinn er og notaður er rafmagnsraspur.
María Gyða Pétursdóttir fór með keppnishestinn sinn til Kathrine s.l. sumar og kom í ljós að stífni í hægri hlið mátti rekja til þess að hesturinn var með skekkjuvandamál í munni og átti því erfiðara með að sveigja sig í aðra áttina. Þetta var lagfært með röspun og fannst stór munur á hestinum eftir meðferð.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira eða panta meðferð hafðu þá endilega samband við Maríu Gyðu í síma 6612464 eða sendu póst á Bryndísi á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Aðeins takmarkaður fjöldi hrossa kemst að.