Skráning á Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz er hafin og fer hún fram í gegnum Sportfeng, skraning.sportfengur.com. Skráningargjald er kr. 4.500 á hest og skrá má fleiri en einn hest til keppni, en komi knapi fleiri en einum hesti í úrslit skal hann velja einn hest til úrslitakeppni.
Mótið fer fram laugardaginn 16. apríl nk. í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi og er opið öllum konum 18 ára á eldri (miðað er við ungmennaflokkinn). Boðið er upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum, en reglur um flokkaskiptingu eru eftirfarandi:
1. Opinn flokkur
- opinn öllum sem vilja. Gert er ráð fyrir að reynslumiklir knapar skrái sig í þennan flokk.
2. Meira vanar
- ætlaður konum sem eru töluvert vanar í keppni.
3. Minna vanar
- ætlaður konum sem hafa litla reynslu í keppni, en þó einhverja.
4. Byrjendaflokkur
- ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum eða hafa mjög litla reynslu.
ATH!
- Hafi keppandi sigrað í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
- Hafi keppandi komist þrisvar eða oftar í A-úrslit í einhverjum styrkleikaflokki kvennatöltsins áður skal viðkomandi færast upp um flokk.
Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á keppnisflokki!
Í byrjendaflokki eru þrír keppendur saman í holli, riðið er samkvæmt reglum í T7 töltkeppni, sýnt er hægt tölt, snúið við og svo sýnt tölt á frjálsri ferð (fegurðartölt).
Í öllum öðrum flokkum eru 2-3 keppendur saman í holli, riðið samkvæmt reglum í T3 töltkeppni, sýnt hægt tölt, snúið við, tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt.
Boðið verður upp á A og B úrslit í öllum flokkum.
Konur eru hvattar til að skrá snemma til að lenda ekki í vandræðum þegar frestur er að renna út, ef eitthvað kemur upp á við skráningu. Eftir hverjar 50 skráningar verður einn skráður keppandi dregin út og hlýtur glaðning og því er um að gera að drífa í að skrá.
Ef einhverja aðstoð vantar varðandi skráningu má hafa samband við Hrafnhildi í s: 695 2391, Ásgerði í s: 825 3064 og Ásrúnu í s: 894 7588. Einnig er hægt að senda póst á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Nánari lýsing á því hvernig skráning fer fram er að finna á Facebook viðburði mótsins á eftirfarandi slóð og eru allar konur sem hyggja á þátttöku hvattar til að melda sig þar inn til að fylgjast með.
https://www.facebook.com/events/508547396020383/
Mótið fagnar 15 ára afmæli í ár og verður sérlega veglegt af því tilefni. Glæsilegar vinningar, falleg umgjörð og skemmtilegt andrúmsloft. Allar konur velkomnar!