Þriðju og síðustu vetrarleikar ársins verða haldnir sunnudaginn 3. apríl. Mótið verður haldið úti á Samskipavellinum en Pollar - teymdir og Pollar - ríða sjálfir munu verða inni í Samskipahöllinni. Mótið hefst kl. 13 í höllinni á Pollaflokk. Dagskráin á vellinum hefst svo kl. 14 á Barnaflokki sem verður inni á hringvellinum en aðrir flokkar munu verða á beinu brautinni.
Skráning byrjar kl. 11 í Samskipahöllinni.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Kl. 13 í Samskipahöllinni:
Pollar (9 ára og yngri) – Teymdir
Pollar (9 ára og yngri) – Ríða sjálfir
Kl. 14 á Samskipavöllur á beinni braut
Börn (10-13 ára) -
HringvöllurUnglingar (14-17 ára)
Ungmenni (18-21 árs)
Konur II - minna keppnisvanar
Karlar II - minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (50 ára +)
Konur I - meira keppnisvanar
Karlar I - meira keppnisvanir
Opinn flokkur (karlar og konur)
Vetrarleikarnir er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.
Styrktaraðilar gefa farandbikar í eftirfrandi flokkum fyrir stigahæsta knapann:
Barnaflokkur - Hólkot
Unglingaflokkur - ALP/GÁK
Ungmennaflokkur - Fasteignamarkaðurinn
Konur II - Long ehf
Karlar II - Loftorka
Heldri menn og konur - Endo ehf
Konur I - Health and co.
Karlar I - Isibless
Opinn flokkur - Frostmark
Mótanefnd vonast til að sjá sem flesta.