Fréttir
Veisla framundan í Samskipahöllinni
Á morgun, fimmtudag 10.mars, verður boðið til sannkallaðrar veislu í Samskipahöllinni hjá Spretti en þá fer fram keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum.
Enn er hægt að fá miða og fer miðasalan fram í Baldvini og Þorvaldi, Topreiter, Líflandi og við innganginn.
Búast má við fjölmenni og því betra að tryggja sér miða í tíma.En það verður ekki bara veisla á keppnisvellinum heldur er boðið upp á girnilegt hlaðborð líka. Húsið opnar kl. 17:30 og boðið verður uppá rjómalagaða súpu og nýbakað brauð.
Lambalæri með ofnbökuðum kartöflum, sveppasósu og fjölbreyttu úrvali af meðlæti.
Verð á hlaðborðinu er 2500 kr.
Einnig verða í boði pizzur og samlokur með skinku og osti.Það er því tilvalið að mæta snemma, fá sér gott að borða og koma sér vel fyrir í höllinni áður en spennandi keppni hefst.