Kæru Sprettarar
Að gefnu tilefni vill stjórn og umhverfisnefnd Spretts koma þeim skilaboðum til hesthúseigenda/leigjenda að samkvæmt samþykkt Spretts, Kópavogs og Garðabæjar er geymsla á heyrúllum með öllu óleyfileg fyrir utan hesthús á svæði félagsins.
Vinsamleg tilmæli umhverfisnefndar og stjórnar Spretts eru að menn gæti hófs í geymslu á heyrúllum/böggum fyrir utan hesthúsin. Borist hafa kvartanir inn til félagsins um mikið magn af rúllum á svæðinu sem er engan veginn ásættanlegt!
Einnig skal bent á að ekki er leyfilegt að geyma númerslausar kerrur, bíla og byggingaefni í húsagötum og lóðum til lengri tíma.
Hugsum vel um hverfið okkar því öll erum við að stefna á að Hestamannafélagið Sprettur verði öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni!
Heyrúllur/baggar eru ekki leyfilegar fyrir utan húsin samkvæmt samþykkt gr. 10 og 12.
10. gr. Á bílastæðum sem eru sameiginleg fyrir fleiri en eitt hesthús og á almennum bílastæðum utan lóðamarka hesthúsa er óheimilt að geyma númerslausar bifreiðar, kerrur, dráttarvélar, heyvinnslutæki, byggingarefni, heyrúllur, heybagga og aðra lausamuni.
12. gr. Geymsla á heyi skal vera innandyra eða á svæðum sem sérstaklega eru til þess ætluð samkvæmt deiliskipulagi.
Þar sem framtíðarstefna félagsins er að gera svæðið að besta félagssvæði landsins eru svona hlutir ekki eitthvað sem er því til framdráttar.
Ef hesthúseigendur/leigendur geti ekki komið sínu heyi inn þá er hægt að hafa samband við Magga Ben framkvæmdastjóra Spretts og fá að koma rúllum og böggum fyrir á rúllursvæði Spretts.
Góðir félagar reynum að sýna dug og ráða bót á þessu sem fyrst því ekki viljum við að slys verði vegna flaksandi plasts eða tortryggilegra hluta í augum hesta.
Sýnum nánasta umhverfi okkar virðingu og tínum upp rusl eftir okkur þá verður einnig minna um kvartanir úr íbúahverfinu fyrir ofan okkur sem enn leiðir til betra samstarfs við sveitafélögin og fyrirgreiðslu þeirra gagnvart félaginu.
Með von um góðar viðtökur.
Stjórn Spretts og umhverfisnefnd.