Fréttir
Mikið að gerast í Spretti um helgina.
Mikið verður um að vera í reiðhöllum Spretts um helgina.
Helgarnámskeið hjá Jóhanni Kr Ragnarssyni verður alla helgina í Hattarvallahöllinni og því verður hún að mestu lokuð fyrir almenna notkun.
Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts verður haldinn 13. febrúar.
Forskoðun kynbótahrossa fer fram kl 08-12, fullbókað en áhorfendur velkomnir á pallana.
Dr Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur og ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML heldur áhugaverðan fyrirlestur kl 12.30 um skyldleikarækt og ættfeður stofnsins.
Hægt er að kaupa sér súpu í hádeginu
Á sunnudag verða fyrstu vetrarleikar vetrarins í Samskipahöllinni, þeir hefjast kl 13.
Treck brautin verður mikið uppi um helgina fyrir Áhugamannadeildina í Samskipahöllinni, félagsmenn geta að sjálfsöguð spreytt sig í brautinni ef þeir vilja. Æfingatímar fyrir Áhugamannadeildina verða frá kl 16 á laugardeginum 13.feb og kl 8-11 & 20-23 sunnudaginn 14.feb. Á þeim tímum verður Samskipahöllin lokuð.