Laugardaginn 11. maí klukkan 14:00. Ferðanefnd og Karlakór Spretts boða til hópreiðar og veislu þann 11. maí. Mæting er fyrir framan reiðhöllina Andvaramegin klukkan 13:00 þar sem Karlakór Spretts ætlar að hita upp með léttum tónum. Lagt verður af stað kl. 14:00 og riðið í Gjármót. Áætlaður reiðtími er um klukkutími hvora leið. Gert er ráð fyrir góðri mætingu og verður riðið miðað við að einn hestur dugi hverjum reiðmanni að jafnaði.
Karlakór Spretts tekur lagið áður en lagt er af stað og við áningu í Gjármótum. Veitingar verða til sölu í áningum á leiðinni.
Að reið lokinn verður matur framreiddur í reiðhöllinni á Kjóavöllum en þar verða framreidd heilgrilluð lömb, úrvals meðlæti og eitthvað til að væta kverkarnar gegn vægu gjaldi.
• Verð í matinn er 2.500.- fyrir fullorðna og 500,- fyrir börn undir 12 ára. Frítt er fyrir börn undir 8 ára.
• ATHUGIÐ til að hægt sé að vita fjölda matargesta er selt í matinn fyrirfram frá 12:00-14:30 í félagsheimili Spretts á Kjóavöllum! Einnig er forsala miða á Hrímfaxa kránni á Heimsenda.
Tímasetningar• Sala miða í matinn frá 12:30-14:30
• Brottför frá reiðhöll á kjóavöllum 14:00
• Matur hefst um 16:30 að reið lokinni og stendur til 19:00