Þeim tilmælum er beint til félagsmanna að stilla magni af heyi við hesthús í hóf. Mikilvægt er að vel sé gengið frá plasti þannig ekki skapist slysahætta. Þeim sem vilja fá að geyma bagga á bílastæði við reiðhöll hafi samband við framkvæmdarstjóra félagsins.
Félagsmönnum er einnig bent á að kynna sér samþykkt um hesthúsahverfi á Kjóavöllum í landi Kópavogs og Garðabæjar á þessari slóð
http://gardabaer.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=60673 á heimasíðu Garðabæjar og sérstök athygli er vakin á greinum 10 og 12.
Einnig viljum við koma þeirri ábendingu á framfæri við félagsmenn að hreinsa upp eftir hundana sína. Þónokkuð hefur borist af kvörtunum um bæði lausa hunda og hundaskít við hurðir og göngustíga sem er ólíðandi fyrir húseigendur og aðra sem eiga leið hjá. Hugsum vel um hverfið okkar, höldum því snyrtilegu og tökum tilliti til hvors annars.
Umhverfisnefndin
mynd Aldís Ósk Agnarsdóttir/Flickr