Æskulýðsmót Spretts fór fram í fallegu veðri í dag þar sem unga kynslóðin lék listir sínar. Keppt var eftir reglum gæðingakeppninnar og þrír dómarar dæmdu. Keppendur fengu skrifaða umsögn frá dómurum sem nýtist þeim í undirbúningi fyrir mót vorsins. Tólf pollar mættu til leiks og gaman er geta þess að flestir þeirra riðu sjálfir inn í reiðhöllinni. Aðrir flokkar kepptu á nýja keppnisvelli félagsins.
Viljum við þakka krökkunum fyrir þátttökuna.
Úrslitin voru sem hér segir
Barnaflokkur
1. Sunna Dís Heitmann á Hrappi frá Bakkakoti 8,13
2. Hafþór Hreiðar Birgisson á Ljósku frá Syðsta-Ósi 8,03
3. Herdís Lilja Björnsdóttir á Arfui 8,0
4. Bryndís Kristjánsdóttir á Rán frá Stóru Gröf Ytri 7,77
5. Kristófer Darri Sigurðsson á Krumma frá Hólum 7,18
Unglingaflokkur
1. Kristín Hermannsdóttir á Hróa frá Skeiðháholti 8,13
2. Særós Ásta Birgisdóttir á Gusi frá Neðri-Svertingsstöðum 7,98
3. Nína Katrín Anderson á Skugga frá Syðri-Úlfsstöðum 7,93
4. Sólvör Isolde Sigríðardóttir á Hugbúa frá Kópavogi 7,9
Ungmennaflokkur
1. Símon Orri Sævarsson á Malla frá Forsæti 8,11
Á meðfylgjandi mynd má sjá knapa í barnaflokki, mynd Ásrún Óladóttir.