Fréttir
Jólamarkaður Spretts og sýning hjá Hestamennsku III
Minnum á Sprettsmarkaðinn.
Fræðslu og Æskulýðsnefnd Spretts ætla að standa fyrir markaðí í Veislusal Samskipahallarinnar þann 9.des kl 17.
Þar býðst félagsmönnum og konum tækifæri til að selja notuð hestaföt, og hestadót.
Hjá mörgum liggja lítið notuð föt eða hestadót sem getur vel nýst öðrum.
Einnig viljum við bjóða handverksfólki í Spretti að vera með og bjóða vörur sínar til sölu.Kvennadeild Spretts mun vera með fatnað merktan Spretti til sölu.
Við viljum vekja athygli ykkar á því að knapar í Hestamennsku III munu halda stutta en mjög skemmtilega sýningu í Samskipahöllinni miðvikudaginn 9.des.
Þau munu sýna afrekstur vetrarins og sýna ykkur ýmiskonar munsturreið.
Sýningin hefst kl.18:15 og stendur yfir í ca. 20 mín.
Kjörið tækifæri fyrir Sprettara að kíkja á ungu kynnslóðina um leið og þið kíkið á markaðinn.
Hvetjum alla sem hafa áhuga á að vera með að skrá sig fyrir 5.des, vinsamlega hafið samband við Ásrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Sigrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.