Æskulýðsmót Spretts verður haldið miðvikudaginn 1. maí kl.11:00. Pollaflokkur keppir inni í reiðhöll og er skipt í tvennt. Annarsvegar þeir sem ríða sjálfir og hinsvegar þeir sem teymt er undir. Teymingarhópur sýnir tölt eða brokk. Þeir sem ríða sjálfir skulu sýna tvær gangtegundir, fet og síðan tölt eða brokk. Börn, unglingar og ungmenni keppa á hringvellinum í formi gæðingakeppni. Forkeppni gildir, engin úrslit.
Verðlaunaafhending verður á eftir hverjum flokki. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki. Skráning fer fram á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til kl.20:00 á þriðjudaginn 30.apríl, fram þarf að koma fullt nafn, aldur knapa sem og nafn, uppruni, litur og aldur hests. Engin skráningargjöld og leyfilegt er að knapi skrái fleiri en einn hest.