Rúmlega 100 manns mættu á aðalfund Spretts sem haldinn var í gærkvöldi í Samskipahöllinni. Almenn aðalfundastörf og ársreikningur félagsins kynntur. Hagnaður er af rekstri félagsins fyrstu níu mánuði ársins. Farið var yfir skýrslu stjórnar en árið 2015 hefur verið mjög viðburðarríkt í Spretti. Áhugamannadeildin tók sitt pláss og var mjög vel heppnuð, úrtökumót LH fyrir Heimsmeistaramótið var haldið í Spretti, kynbótasýning, Íslandsmót í hestaíþróttum bæði fyrir eldri knapa og yngri. Öflugt námskeiðshald og svo fékk Sprettur æskulýðsbikar LH.
Kosið var um nýjan formann Spretts, fráfarandi formaður Linda B. Gunnlaugsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni fyrir frábær störf sem hún hefur unnið fyrir félagið síðastliðin tvö ár. Sveinbjörn Sveinbjörnsson yngri var kosinn nýr formaður Spretts og tekur hann við störfum frá og með deginum í dag. Úr stjórn gengu Ólafur Blöndal og Lárus Finnbogason. Kristín Njálsdóttir gaf kost á sér áfram í stjórn. Kosnir voru nýjir stjórnarmenn Berglind Guðmundsdóttir og Helga Hermannsdóttir.
Linda fráfarandi formaður veitti viðurkenningar til unga fólksins í félaginu ásamt því að heiðra Íþróttafólk Spretts.
Í flokknum besti keppnisárangur 2015 fengu eftirfarandi aðilar viðurkenningar:
Barnaflokkur stúlkur: Hulda María Sveinbjörnsdóttir
Barnaflokkur drengir: Kristófer Darri Sigurðsson
Unglingaflokkur stúlkur: Kristín Hermannsdóttir
Unglingaflokkur drengir: Hafþór Hreiðar Birgisson
Hvatningaverðlaun
Veitt voru hvatningaverðlaun í barna- og unglingaflokki. Við val á einstaklingum er horft til áhuga, ástundun, framfara og til þátttöku í viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttöku hjá félaginu. Einungis er hægt að hljóta þessi verðlaun einu sinni.
Hvatningaverðlaun 2015 hlutu:
Barnaflokkur : Þorleifur Einar Leifsson
Unglingaflokkur: Herdís Lilja Björnsdóttir
Aðalfundurinn heiðraði einnig Daníel Jónsson en hann varð heimsmeistari með kynbótahestinn Glóðafeyki frá Halakoti í flokki 7 vetra stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Herning sl. sumar. Daníel og Glóðafeykir hlutu hæstu einkunn sem gefin hefur verið í kynbótadómi á Heimsmeistaramóti.
Íþróttamaður Spretts 2015 var valinn Jóhann Kristinn Ragnarsson