Firmakeppni hestamannafélagsins Spretts fór fram sl. laugardag á Kjóavöllum. Keppt var á öðrum hringvellinum á nýja mótssvæðinu sem er óðum að taka á sig mynd og stefnir í að verði stórglæsilegt. Keppt var í öllum flokkum og þrátt fyrir leiðindaveður var fín stemming og Sprettarar mættu ferskir til leiks.
Að keppni lokinni var svo boðið upp á grillaðar pylsur í reiðhöllinni sem var hressandi fyrir hrakta reiðmenn, en sumir flokkar fengu heldur betur að finna fyrir veðrinu, bæði kalsarigningu og éljum.
Keppnin var jöfn og spennandi og eins og á öðrum mótum í vetur var langmest þátttaka í flokkunum
Konur 1 og 2 og ánægjulegt að sjá hversu öflug kvenþjóðin er á keppnisvellinum á Kjóavöllum.
Glæsilegasta par mótsins var svo valið af dómurum og þann heiður hlutu þau Kristín Hermannsdóttir og Hrói frá Skeiðháholti.
Fjöldi fyrirtækja styrkti mótið og kann Sprettur þeim bestu þakkir fyrir!
Úrslit urðu eftirfarandi:
Pollar:
Alex Máni Alexeison og Jörfa-Gráni frá Jörfa / Þrep ehf.
Oddrún Ýr R. Jónasdóttir og Stormur frá Götu / Sigurður málari.
Arnþór Hugi Snorrason og Funi frá Enni / Bratthóll.
Stígur Arason og Dagur frá Haga / Bjarkar ehf.
Dagur Markan Benonýsson og Mósart frá Einholti / Lífland.
Sunna Rún Birkisdóttir og Gleði frá Hæli / Millimetri sf.
Guðný Dís Jónsdóttir og Hvati frá Saltvík / OK gröfur ehf.
Elva Rún Jónsdóttir og Röðull frá Miðhjáleigu / Stjörnublikk.
Börn:
1. Hafþór Hreiðar Birgisson og Ljóska frá Syðsta-Ósi / Arion banki Garðabæ.
2. Sunna Dís Heitman og Hrappur frá Bakkakoti / Spónn.
3. Kristófer Darri Sigurðsson og Krummi frá Hólum / Málningarvörur hf.
4. Bryndís Kristjánsdóttir og Rán frá Stóru-Gröf ytri / Dýraspítalinn
Víðidal.
5. Helgi Hrafn Bergmann og Kolbeinn frá Reykjavík / Captima
Unglingar:
1. Kristín Hermannsdóttir og Hrói frá Skeiðháholti / Garðatorg eignamiðlun.
2. Bríet Guðmundsdóttir og Viðey frá Hestheimum / Á. Guðmundsson.
3. Særós Ásta Birgisdóttir og Gustur frá Neðri-Svertingsstöðum / Viking
horse.
4. Benjamín S. Ingólfsson og Viðja frá Fellskoti / Landsendi 25.
5. Jónína Ósk Sigsteinsdóttir og Skuggi frá Fornusöndum / Frumherji.
Ungmenni:
1. Guðrún Hauksdóttir og Seiður frá Feti / Fjárfestingarfél. Hraunhólar.
2. Helena Ríkey Leifsdóttir og Dúx frá Útnyrðingsstöðum / Hagsýsla ehf.
Konur 2:
1. Anna Rakel Sigurðardóttir og Ásgrímur frá Meðalfelli / ALP.
2. Arnhildur Halldórsdóttir og Glíma frá Flugumýri / Nesfrakt ehf.
3. Lilja Sigurðardóttir og Gaur frá Kópavogi / ÁHR.
4. Matthildur Kristjánsdóttir og Viður frá Reynisvatni / Barki.
5. Heiðdís Guttormsdóttir og Óþokki frá Þórshöfn / Krónan.
Karlar 2:
1. Níels Ólason og Litla-Svört frá Reykjavík / Eysteinn Leifsson.
2. Sigurður Tyrfingsson og Völusteinn frá Skúfslæk / Fjallakofinn.
3. Ari Harðarson og Þrymur frá Nautabúi / Arnarklif.
4. Jónas Már Gunnarsson og Sindri frá Götu / Fasteignahúsið.
5. Karl Davíðsson og Alex frá Brekkukoti / Summit.
Heldri menn og konur (+50):
1. Hannes Hjartarson og Konsert frá Skarði / RJF tennur ehf.
2. Sigurður E. L. Guðmundsson og Fjalar frá Kalastaðakoti / Úðafoss.
3. Geirþrúður Geirsdóttir og Stjarna frá Mýrarkoti / Freyðing ehf.
4. Svanur Halldórsson og Áfangi frá Narfastöðum / Guðmundur Skúlason ehf.
5. Hrafnhildur Pálsdóttir og Thule frá Efra-Núpi / Drösull.
Konur 1:
1. Stella Björk Kristinsdóttir og Hlökk frá Enni / Margrétarhof.
2. Linda B. Gunnlaugsdóttir og Kraftur frá Votmúla 2 / ÁF Hús.
3. Hulda G. Geirsdóttir og Þristur frá Feti / Ecco
4. Ásgerður Gissurardóttir og Hóll frá Langholti / Vox heildverslun.
5. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Stjarni frá Skarði / Top Reiter.
Karlar 1:
1. Finnbogi Geirsson og Villimey frá Fornusöndum / Loftorka Reykjavík.
2. Kristinn Hugason og Erpur frá Ytra-Dalsgerði / VÍS.
3. Sveinn Gaukur og Byr frá Garðabæ / MK Múr ehf.
4. Sigurður Helgi Ólafsson og Rönd frá Enni / Réttur Bílaviðgerðir.
5. Magnús Kristinsson og Víkingur frá Gafli / Varmalagnir ehf.
Opinn flokkur:
1. Ingimar Jónsson og Birkir frá Fjalli / Hátækni.
2. Þorvarður Friðbjörnsson og Taktur frá Mosfellsbæ / Lögmannsstofa SS.
3. Erling Ó. Sigurðsson og Gletta frá Laugarnesi / Sólberg.
4. Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Kelda frá Laugavöllum / Bílamálun Halldórs.
5. Þórir Hannesson og Sumarliði frá Haga / Söðlasmíðaverkst. Jóns Sig.
Mynd: Verðlaunahafar í Opnum flokki. Lj.: HGG