Félagshesthús Spretts
Sprettur mun í vetur bjóða ungum félagsmönnum uppá aðstöðu í svokölluðu Félagshesthús Spretts. Með þessu erum við að styðja við það unga fólk í félaginu sem á sinn eigin hest en hefur þörf á aðstöðu og aðstoð til að stunda sína hestamennsku.
Í hesthúsi félagsins við Heimsenda 1, sem Kópavogsbær hefur úthlutað Spretti, verða 8-10 pláss í boði fyrir aldurshópinn 12-20 ára á verulega niðurgreiddu verði. Þórdís Anna Gylfadóttir mun halda utanum um hópinn með aðstoð, leiðbeiningu og verður hópnum til halds og traust. Þórdís Anna er Spretturum vel kunn enda staðið fyrir fjölda námskeiða auk þess sem hún ásamt Sigrúni Sig hafa verið með spennandi nýliðunarnámskeið fyrir unga fólkið í Spretti.
Verð pr. hest er kr. 17.500 á mánuði og innifalið í því verði er hey, spænir og gjöf. Hver og einn mun bera ábyrgð á sínum hesti m.a. við umhirðu, járningu osfrv. Þei sem hafa áhuga á að vera með hest í félagshesthúsi Spretts í vetur geta sent póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5 desember. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, tölvupóstur og símanúmer aðstandanda. Öllum verður svarað fyrir miðjan desember.