Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 7. nóvember. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er sérstaklega hvatt til að mæta. Sérstök athygli er vakin á afar spennandi erindi er varðar markaðssetningu íslenska hestsins sem Guðný Káradóttir frá Íslandsstofu flytur.
Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:
Laugardagur 7. nóvember 2015
- 13:00 Setning – Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB
- 13:10 Hrossaræktarárið 2015 – Niðurstöður kynbótamats og fl. Þorvaldur Kristjánsson
- 13:30 Heiðursverðlaunahryssa fyrir afkvæmi 2015
- 13:45 Verðlaunaveitingar
- -Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)
- -Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
- -Verðlaun, hæsta litförótta hryssa ársins
- 14:10 Viðurkenningar fyrir ræktunarmann/menn ársins 2015
- 14:30 Erindi um markaðssetningu íslenska hestsins – Guðný Káradóttir frá Íslandsstofu
- 15:30 Kaffihlé
- 15:45 Umræður
Allir velkomnir!