Samskipahöllin opin fyrir Sprettsfélaga frá 1.okt
Nú geta Sprettsfélagar endurnýjað aðgang sinn með rafrænum lyklum að Samskipahölllinni, þeir félgarar sem nú þegar eiga lykil geta haft samband við Magga Ben, framkvæmdastjóra til að kaupa aðgang að höllinni.
Sama gjald verður og var sl vetur, fyrir lykil sem gildir frá kl 14 er mánaðargjaldið 2000.kr, fyrir lyklil sem gildir allan daginn er mánaðargjaldið 10.000.kr.
Þeir sem hafa áhuga á að fá nýjan lykil þurfa að greiða 1000.kr fyrir lykilinn, grunngjald og velja sér svo áskrift.
Þetta á einnig við fyrir höllina að Hattarvöllum.
Allar nánari upplýsingar veitir Maggi Ben í síma 893-3600 eða
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Að gefnu tilefni minnum við á umgengnisreglur í reiðhöllum Spretts.
Reglur í reiðhöllinni
Þeir sem nota reiðsalinn í Reiðhöllinni sýni starfsfólki og öðrum reiðmönnum tillitsemi og virðingu.
Félagsmenn sjá um að hreinsa gólf eftir sig, setja tað í hjólbörur og annað rusl í ruslafötur. Sá sem síðastur er út úr höllinni skal draga frá tjöldin svo höllin sé ekki hólfuð niður á næturnar.
Virða skal þá tíma sem skráðir eru, sjá dagatal hér til hliðar.
Notkun er einungis fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld og greitt er sérstaklega fyrir notkun á reiðhöll.
1. Hjálmaskylda er í reiðhöllinni.
2. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.
3. Knapar þrífi upp eftir hesta sína og sjálfa sig.
4. Áhorfendur gangi vel um og noti ruslafötur.
5. Reykingar eru bannaðar.
6. Einungis skuldlausir félagar hafa aðgang. Börn yngri en 16 ára noti reiðhöll einungis í fylgd með forráðamanni.
7. Meðferð áfengis og annara vímuefna er bönnuð.
8. Drukknu fólki ber að vísa úr húsinu umsvifalaust.