Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:
• Markaðsátak í hestamennsku – kynning.
• Sýningarárið 2015 í kynbótadómum.
• Vinna við nýjan dómskala í kynbótadómum verður kynnt.
• Val kynbótahrossa á Landsmót 2016 – hugmyndir kynntar.
• Framkvæmd Landsmóts 2016.
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni og mikilvægt að hestafólk fjölmenni á fundina.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
5. okt. Höfuðborgarsvæðið kl. 20:00. Í Samskipahöllinni í Spretti.
6. okt. Eyjafjörður kl. 20:00. Í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit.
7. okt. Skagafirði kl. 20:00. Í Tjarnarbæ á Sauðárkróki.
8. okt. Húnavatnssýslur kl. 20:30 - Gauksmýri.
Næstu fundir í fundarröðinni verða kynntir fljótlega.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.