Kirkjureið til Seljakirkju verður þann 28. apríl og mun formaður okkar Sprettara, Sveinbjörn Sveinbjörnsson prédika í guðsþjónustunni.
Árlega kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu til Seljakirkju er fastur viðburður á vori. Þá koma hópar ríðandi fólks til kirkjunnar, reiðtúrinn sem allir aldursflokkar njóta þess að taka þátt í. Kirkjureiðin er nú sunnudaginn 28. apríl, daginn eftir kjördag. Það á vel við að koma til kirkju eftir þann dag. Lagt er af stað frá Víðidal við skiltið kl. 12:30. Komið við á Heimsenda þar sem hópar sameinast.
Guðsþjónustan hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar í guðsþjónustunni og Tómas Guðni Eggertsson er organisti. Brokk-kórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar Prédikari er Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts.
Við kirkjuna er örugg rétt. Kaffisopi er eftir guðsþjónustuna.
Njótum góðrar ferðar. Allir velkomnir, á hestbaki eða ekki.