Nú liggur fyrir dagskrá Metamóts Spretts 2015. Mótið hefst á B-flokki föstudaginn 4.september kl. 14:00. Mikil skráning er á mótið og eru tæplega 100 hestar skráðir til leiks í B-flokki. Forkeppni í A- og B-flokkum, opnum flokki og áhugamannaflokki er riðin saman. Í forkeppni í B-flokki hefur hver keppandi 4 ferðir á beinu brautinni og skal sýna, hægt tölt, brokk, yfirferðartölt og hefur eina aukaferð. Í forkeppni A-flokks er sama fyrirkomulag, fjórar ferðir á beinu brautinni þar sem sýna skal tölt, brokk, skeið og ein ferð til vara.
Ráslistar verða birtir á morgun.
Föstudagur
14:00 B-flokkur (Holl 1-22)
15:00 B-flokkur (Holl 23 -44)
16:00 Kaffihlé
16:30 B-flokkur (Holl 45 – 66)
17:30 B-flokkur (Holl 67 -88)
18:30 B-flokkur ( Holl 89 – 97)
Laugardagur
08:00 Tölt T3 Forkeppni
10:00 Kaffihlé
10:30 A-flokkur (Holl 1-24)
11:30 A-flokkur (Holl 25 – 48)
12:30 Matarhlé
13:30 A-flokkur (Holl 49 -72)
14:30 B-Úrslit Tölt T3
15:00 Kaffihlé
15:30 250m skeið
16:10 150m skeið
17:00 B-úrslit B-flokkur áhugamanna
17:30 B-úrslit B-flokkur
18:00 B-úrslit A-flokkur áhugamanna
18:30 B-úrslit A-flokkur
19:00 Matarhlé, matur í Samskipahöllinni.
20:30 Dagskrá í Samskipahöll – Forstjóratölt
21:00 Dagskrá í Samskipahöll – Tölt T3 A-úrslit
21:30 Uppboð á úrslitasætum og þátttekendahappdrætti
22:30 Rökkurbrokk og Ljósaskeið
23:15 Kvöldvaka í reiðhöll
Sunnudagur
12:30 250m stökk / 250m skeið
13:10 150m skeið
14:00 Hraðatölt, 100m tölt á beinni braut.
14:30 B-flokkur áhugamanna úrslit
15:00 B-flokkur úrslit
15:30 A-flokkur áhugamanna úrslit
16:00 A-flokkur úrslit
16:30 Mótslok