Á Metamóti Spretts sem fram fer 4.-6. September verður í fyrsta sinn keppt í 100m hraðatölti. Það verður því nóg af greinum fyrir þá sem eiga fljóta hesta, því eins og á fyrri mótum verður keppt í rökkurbrokki (100m brokk á beinu brautinni), 250m kappreiðastökki og að sjálfsögðu hefðbundnum skeiðgreinum, A- og B-flokki og tölti.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á mótið á sportfengur.com og verður opið fyrir skráningu til 23:59 mánudagskvöldið 31.ágúst. (Þeir sem skrá í rökkurbrokk skrá í liðinn "300m brokk" og þeir sem skrá í hraðatölt skrá undir liðnum "annað")