Vakin er athygli á því að þeir hestar sem eiga að mæta í a- og b-úrslit í öllum greinum ungmenna- og meistaraflokks eru skyldugir til þess að mæta í dýralæknaskoðun áður en mætt er til úrslita.
Börn og unglingar eiga ekki að mæta til dýralæknisskoðunar.
Knapar eru beðnir um að mæta tímanlega!
Dýralæknisskoðun fer fram í Hattarvallahöll (gamla reiðhöllin Andvaramegin).
Dýralæknisskoðunin fer fram laugardaginn 11.júlí milli kl.13-17 og sunnudaginn 12.júlí milli kl.10-12.
A-úrslita hestar mega mæta í skoðun á laugardegi ef þeir vilja en b-úrslitahestar ganga fyrir í skoðun.
Með kveðju,
Mótsstjórn.