Fréttir
Kort af Sprettssvæðinu fyrir Íslandsmót 2015
Forkeppni Íslandsmótsins verður haldin á tveimur völlum. Skeifunni (fyrir neðan nýju Sprettshöllina/Kópavogsmegin) og á Hattarvallavelli (fyrir neðan eldri reiðhöllina/Garðabæjarmegin)
Í Skeifunni fer fram forkeppni ungmenna- og meistaraflokks og á Hattarvallavelli verður forkeppni í barna- og unglingaflokki.
Fimikeppni verður haldin í Sprettshöllinni.
Öll úrslit á laugardag og sunnudag fara fram í Skeifunni.
Félag tamningamanna verður með hátíðlega athöfn þegar félagið veitir Fjöðrina.
Gæðingaskeiðið og allar kappskeiðgreinar fara fram í Skeifunni.
Aðgangur knapa með kerrur verður við Hattarvelli/Garðabæjarmegin eða við hesthús sem fólk hefur fengið aðstöðu í.
Ekki verður heimilt að vera með kerrur við nýju Sprettshöllina og ekki niður á möninni í Skeifunni.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest að Kjóavöllum.