Fréttir
Minnum á að skráningu á Íslandsmót í hestaíþróttum 8-12 júli 2015
Skráning er í fullum gangi en við minnum á að skráningarfrestur til miðnættis sunnudagsins 28 júni.Skráning er á www.sportfengur.comStofnuð hafa verið tvö mót í Sportfeng. Eitt fyrir fullorðna og ungmenni og annað fyrir börn og unglinga. Þetta er gert til að einfalda vinnu í Kappa - biðjum þá sem skrá sig að hafa það í huga.Skráningagjald er kr. 4500 fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokka, kr. 6500 fyrir fullorðinsflokkana og kappskeiðgreinar kr. 4.000,-Skráning er staðfest með greiðslu – annað ekki tekið til greina.Hægt er að skrá til miðnættis 1 júlí en þá hækkar skráningargjaldið um kr. 2000 á hverja grein.Allar frekar upplýsingar um skráningu fást með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Keppendur athugið að það er einn keppandi inná vellinum í einu nema í fjórgang barnaflokki en þá verða 3 inná í einu og riðið eftir þul.Öll aðstaða er til staðar á Sprettssvæðinu og hesthús í boði. Allar nánari upplýsingar um hesthúsapláss fást hjá framkvæmdastjóra Spretts Magga Ben.Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Spretts, á facebooksíðu Spretts og á viðburðinum "Íslandsmót í hestaíþróttum" sem stofnuð hefur verið. Einnig verður gefið út kort um aðkomur að svæðinu og hvar hvaða viðburðir fara fram.Hlökkum til að sjá ykkur öll hjá Spretti í júlí.