Í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að sýna hóp af 5 vetra stóðhestum vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar: eina á félagssvæði Spretts og aðra á Sauðárkróki. Þessar sýningar byrja mánudaginn 22. júní. Opið verður fyrir skráningar á þessar sýningar í WorldFeng fram á miðnætti fimmtudaginn 18. júní. Þessar sýningar eru opnar fyrir öll hross en eru ekki einskorðaðar við stóðhesta. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu". Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML (rml.is) í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Verð fyrir fullnaðardóm er 21.700,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 16.700,- kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag áður en sýningarvikan hefst, í síma 516-5000 . Einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Endurgreiddar eru kr. 13.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 10.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn framvísun læknisvottorðs. Endurgreiðslukrafa vegna slasaðra hrossa þarf að hafa borist fyrir 1. júlí.
Allar nánari upplýsingar í síma RML, 516-5000 eða á heimasíðu RML (rml.is) undir "Búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar" þar sem t.d. má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. Fyrir hvern stóðhest fimm vetra og eldri þurfa niðurstöður úr blóðsýni og röntgenmynd af hæklum að liggja fyrir í WorldFeng. Ef þessar upplýsingar vantar er ekki hægt að skrá þá á sýningu. Ekki er hægt að skrá hryssur til sýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA- greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF.