Í gær, fimmtudag fór fram Stable-Quiz spurningakeppni hestamannafélaga í Harðarbóli þar sem lið Spretts og Harðar kepptu í æsispennandi keppni. Lið Spretts náði fullu húsi stiga á mettíma í leiknum spurningunum um merarnöfn og var það umtalað að Geirþrúður hafi átt þar leiksigur. Sprettur var í forystu þegar kom að hlaupunum en hlaupari Harðar var SprettHarðari en hlaupari Spretts. Kvöldið endaði með 30-31 sigri Harðarmanna.
Lið Spretts: Hulda G. Geirsdóttir, Geirþrúður Geirsdóttir og Ólafur Már Símonarson.
Lið Harðar: Rúnar Þór Guðbrandson, Gylfi Þór Þorsteinsson og Þórhallur Pétursson.
Sprettur þakkar Herði fyrir skemmtilega keppni og frábæra kvöldstund.