Fréttir
Áhugamannadeild Spretts 2016.
Það er ljóst að Áhugamannadeld Spretts er komin til að vera og undirbúningur fyrir keppnisárið 2016 er nú þegar hafinn hjá Spretti. Af viðbrögðum sem bæði keppendur og áhorfendur hafa á deildinni þá er spenna nú þegar fyrir komandi keppnisári. Ljóst að liðin munu leggja mikið undir enda til mikils að vinna. Stjórn deildarinnar hefur einnig ákveðið að bæta við einu liði þ.e.a.s. að í mótaröðinni keppa þá 15 lið í stað 14 liða. Einnig hefur stjórn deildarinnar ákveðið að í hverju liðið verði 5 knapar en 3 knapar ríða í hverri keppni. Þetta er breyting á lið 1.3 í reglum Áhugamannadeildarinnar. Einnig hefur verið ákveðið að bæta við einu móti í keppnisröðina. Sú grein verður trekk/tímabraut sem útfærð verður í sumar. Keppt er í þrautabraut á tíma. Ellefu af fjórtan liðum Áhugamannadeildar Spretts 2015 hafa áunnið sér keppnisrétt fyrir árið 2016. Það eru þrjú lið sem falla úr deildinni eftir keppnisárið og eru það lið Hagabúsins, Útfarastofu Íslands og 3 Frakkar. Þau lið sem unnið hafa sér keppnisrétt verða að staðfesta við forsvarsmenn deildarinnar áframhaldandi þátttöku fyrir 20 júni 2015 ásamt liðskipan. Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 20 júni. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn knapa liðsins. Dregið verður úr umsóknum þann 1 júli í veislusal Spretts. Nánar auglýst síðar. Þau lið sem falla úr deildinni 2015 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Það eru fjögur sæti laust í Áhugamannadeild Spretts 2016. Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15 júni n.k. Við bendum á reglur Áhugamannadeildar Spretts – liður 7 - um hvaða knapar hafa keppnisrétt í deildinni. 7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
7.1. Knapar sem keppa í áhugamannaflokkum 7.2 Knapar sem hafa ekki laun af tamningu eða þjálfun hesta þ.e.a.s. hafi hestamennsku sem aðal atvinnugrein 7.3. Knapar sem ekki hafa keppt í meistaraflokki seinustu 3 ár eða keppt t.d. í Meistaradeildinni. Undantekin er keppni á Íslandsmóti þar sem einungis er keppt í einum flokki, meistaraflokki þ.e. knapar í áhugamannaflokkum (sem keppa venjulega í 1 og 2 flokki) sem keppa á Íslandsmóti hafa keppnisrétt í Áhugamannadeildinni. 7.4. Lágmarksaldur keppenda í Áhugamannadeild er 22 ár. 7.5. Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði Dagsetningar móta 2016 hafa verið ákveðnar. Fimmtudagur 4 febrúar : 4-gangur Fimmtudagur 18 febrúar : Trekk/smali - tímabraut Fimmtudagur 3 mars : 5-gangur Fimmtudagur 17 mars : Slaktaumatölt Fimmtudagur 31 mars : Tölt – lokamótið Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2016