Fréttir
Framkvæmdir á vallarsvæðinu, kynbótasýning og beitarhólf
Nú er mikið um að vera á Sprettssvæðinu, vinna við syðri keppnisvöllinn á fullu og biðjum við Sprettara að sýna þeirri vinnu tillit, verið er að girða vellina af, ekki er æskilegt að ríða þar um á meðan framkvæmdum stendur.
Bannað er að ríða um á grasmöninni fyrir ofan völlin, þar erum við að reyna að rækta upp gras og því ekki gott að fara þar um á hrossum, vinsamlega sýnið þessu tillit.
Í næstu viku, 28-29.maí mun fara fram kynbótasýning á nýja vellinum og því má búast við umferð manna, hesta og bíla að því tilefni.
Yfirlitssýing verður föstudaginn 29.maí.
Nú þegar loks er byrjað að sjá til sumars fer fólk að huga að beitarhólfum á umráðarsvæði Spretts. Við viljum beina þeim tilmælum til Sprettara að setja EKKI upp beitarhólf nema í samráði við Magga Ben – sími 8933600. Þetta á við um öll græn svæði á umráðarsvæði Spretts. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verið er að græða upp mikið af svæðunum auk þess sem við verðum að hlýta tilmælum bæjarfélaganna sem hafa m.a. kvartað undan beitarhólfum nálægt umferðargötum m.a. flóttamannaleiðinni svokölluðu. Hvetjum alla sem vilja eða hafa hug á beitarhólfi að vera í sambandi við Magga Ben í síma 8933600 eða Gunna bakara í síma 6993303. Með fyrirfram þökk.
Framkvæmdarstjóri