Mótanefnd, framkvæmdastjóri og stjórn Spretts gáfu út breytingu á dagskrá Spretts í síðustu viku vegna Gæðingamóts 2015. Ákvörðunin um breytinguna var tekin eftir að ábendingar bárust um að að mjög stutt væri á milli Gæðingamóts og Íþróttamóts sem þótti til vansa. Aðalrökin voru þó þau að mikið álag hefur verið á sjálfboðaliðum félagsins sem leggja á sig ómælda vinnu við að halda úti félagsstörfum félagsins og mótahaldi og áhyggjur voru uppi um að við næðum ekki að manna bæði mótin með svona stuttu millibili.
Út frá þessum rökum var þessi ákvörðun tekin enda bæði góð og gild. Taka verður sérstaklega fram að það er ekki stefna Spretts að hrólfa við áður útgefinni dagskrá nema brýna nauðsyn beri til.
Eftir að frétt um breytta dagsetningu kom út hafa stjórn, mótanefnd og framkvæmdastjóra borist margar kvartanir og mótmæli við þeirri ákvörðun. Rökin fyrir kvörtunum voru m.a. vegna hvítasunnuhelgar, prófum unga fólksins okkar og síðast en ekki síst vegna þess litla fyrirvara sem gefin er á breytingunni.
Mótanefnd, framkvæmdastjóri og stjórn hafa nú tekið þá ákvörðun að draga tilbaka flutning Gæðingamótsins og standa við áður útgefna dagskrá þ.e. mótið verður 5-7. júni eins og áður var ákveðið. Við stöndum þó við að rökin fyrir flutningi eru réttmæt en viðurkennum að fyrirvarinn hefði átt að vera meiri.
Við viljum hvetja Sprettarar til að leggja félaginu lið við þá dagskrá sem framundan er hjá félaginu, taka höndum saman og skrá sig sem sjálfboðaliða fyrir komandi mótahald. Áhugasamir gefi sig fram við Magga Ben í síma 8933600 eða sendi email á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Kveðja frá stjórn, mótanefnd og framkvæmdastjóri