Æskulýðsmótið 1.maí verður með breyttu sniði í ár.
Í stað þess að ríða gæðingaprógram höfum við ákveðið að hafa íþróttakeppni og bjóða upp á allar helstu keppnisgreinarnar.
Íslandsmót veður haldið í júlí á Sprettssvæðinu og í kjölfarið kom þessi hugmynd, að bjóða upp á íþróttakeppni í ár.
Mótið mun fara fram inni í Sprettshöllinni.
Er þetta mót einskonar æfingamót fyrir börn og ungmenni og munu dómarar skrifa umsagnir sem keppendur fá að lokinni keppni.
Þrír dómarar munu dæma mótið.
Stuðst er við keppnisreglur LH er varða reiðtygi, búnað og aldursflokka og eru keppendur beðnir um að virða þær reglur.
Skráning mun fara fram í gegnum netföngin
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. &
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráningarfrestur er til miðvikudagskvöldsins 29.4
Nafn, aldur og litur hests verður að koma fram, nafn og flokkur knapa og auðvitað í hvaða grein viðkomandi ætla að keppa í.
Einungis verður riðin forkeppni og fá fyrstu 5 sætin verðlaun en allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku.
Þeir sem keppa í T3 mega ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama hesti sama gildir um V2 og V5.
Samkvæmt nýrri reglu LH eru T7 og V5 ætlaðar minna vönum knöpum og þeir sem keppa í þeim greinum geta ekki keppt í öðrum greinum á sama móti.Keppendum í yngri flokkum er heimilt að keppa í næsta aldursflokki fyrir ofan sinn flokk, sé ekki boðið upp á viðkomandi keppnisgrein í þeirra flokki Þó er þar sú undantekning gerð að börn 9 ára eða yngri mega ekki keppa í barnaflokki.
Flokkar:
Pollar 9 ára og yngri
Börn 10-13 ára á árinu
Unglingar 14-17 ára á árinu
Ungmenni 18-21 ára á árinu
Boðið verður upp á eftirfarandi keppnisgreinar:
Pollatölt
Pollaþrígangur
Barnaflokkur:
T7 Hægt tölt, snúið við og frjáls ferð
T3 Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar, yfirferð
V2 Hægt tölt, brokk, fet, stökk, greitt tölt
V5 Frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk
Unglingaflokkur
T7 Hægt tölt, snúið við og frjáls ferð
T3 Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar, yfirferð
T4 Tölt frjáls ferð, hægt tölt, slakur taumur
V2 Hægt tölt, brokk, fet, stökk, greitt tölt
V5 Frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk
F2 Tölt, brokk, fet, stökk og skeið
Ungmennaflokkur
T7 Hægt tölt, snúið við og frjáls ferð
T3 Hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar, yfirferð
T4 Tölt frjáls ferð, hægt tölt, slakur taumur
V2 Hægt tölt, brokk, fet, stökk, greitt tölt
V5 Frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk
F2 Tölt, brokk, fet, stökk og skeið