Firmakeppni Spretts fer fram laugardaginn 25. apríl. Hefst mótið með hópreið frá reiðhöll Spretts og riðið verður hringur í um hverfið. Eftir hópreiðina hefst mótið með Pollaflokki sem fram fer inni í reiðhöll félagsins. Eftir Pollaflokkinn færist mótið út á vellina.
Flokkar eru sem hér segir:
• Pollar (teymdir og riðnir)
• Börn
• Unglingar
• Ungmenni
• Heldri menn og konur
• Konur 1 og 2
• Karlar 1 og 2
Flottir farandbikarar eru í þeim flokkum sem fram fara úti á velli. Knapar eru hvattir til að sýna hestana á þeirri gangtegund sem hestarnir eru bestir á, hvort sem það er tölt, brokk eða skeið.
Skráning fer fram á laugardaginn 25. apríl klukkan 11-12 í reiðhöll félagsins. Engin skráningargjöld eru á Firmakeppninni en mótið er fyrir skuldlausa félagsmenn. Firmanefndin áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki næg skráning færst.
Meðfram Firmakeppninni fer fram unghrossakeppni Hrossaræktarfélags Spretts sem nánar verður kynnt síðar.
Hittumst hress laugardaginn.